Fjarri fyrirsögnunum: Erjur ensku- og frönskumælandi í Kamerún

0
3
Uppreisnarmenn hafa lýst yfir stofnun lýðveldsins Ambazoniu og berjast við stjórnarher Kamerún. Mynd:Public Domain/Wikimedia Commons.
Uppreisnarmenn hafa lýst yfir stofnun lýðveldsins Ambazoniu og berjast við stjórnarher Kamerún. Mynd:Public Domain/Wikimedia Commons.

Fjarri fyrirsögnunum.

Um hvað snýst ástandið?

Skilti þar sem stendur Heimsvandamál : Fjarri fyrirsögnumVopnaðar sveitir aðskilnaðarsinna hafa barist gegn stjórnarhernum frá því mótmæli voru barin niður á enskumælandi svæðum í Kamerún 2016 til 2017. Lýst var yfir sjálfstæði héraðanna í kjölfarið. Ástandið gengur ýmist undir nafninu enskumælandi kreppan, borgarastríðið í Kamerún eða Ambazonia-stríðið. Að auki líður Kamerún fyrir átök í nágrannaríkjum; á svæðinu í kringum Tsjad-vatn og ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu.

Kort: Wikimedia Commons.

Bakgrunnur ástandsins  

Kamerún er í mið eða vestur Afríku og liggur að Atlantshafi. Íbúarnir eru rúmlega 27 milljónir og tala um 250 staðbundin mál auk ensku og frönsku. Kamerún varð nýlenda Þýskalands seint á nítjándu öld. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var landinu skipt á milli Frakklands og Stóra Bretlands sem fengu umboð frá Þjóðabandalaginu til að stjórna nýlendunni. Franski hlutinn fékk sjálfstæði 1960 og breski hlutinn sameinaðist honum stuttu síðar. Þetta var þó engan veginn óumdeilt og hefur ágreiningur blossað upp hvað eftir annað og náði hámarki með uppreisninni 2017.

Markaður í Yaoundé höfuðborg Kamerún. Mynd: Public
Markaður í Yaoundé höfuðborg Kamerún. Mynd: Public Domain/Wikimedia.

Áhrif á fólkið

Að mati samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OCHA) þurftu 4.7 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda í Kamerún 2023 eða hátt í sjötti hver maður. Þrjár milljónir glímdu við alvarlegt fæðuóöryggi. Allt að sjö hundruð þúsund eru á vergangi innanlands og skortir oft og tíðum grundvallarþjónustu. Áttatíu þúsund hafa flúið til nágrannaríkisins Nígeríu en tvö hundruð þúsund hins vegar flúið til Kamerún frá Mið-Afríkulýðveldinu. Hundruð þúsunda barna ganga ekki í skóla ekki síst á enskumælandi svæðum.

Báðir stríðsaðilar hafa verið sakaðir um alvarleg mannréttindabrot.

Konur í Kamerún á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Konur í Kamerún á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Mynd: WikimediaCommons//CC BY-SA 4.0

 Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna  

 Talið er að það kosti rúmlega 371 milljónir Bandaríkjadala að standa straum af þeirri mannúðaraðstoð, sem talinn er þörf á. Hingað til hefur einungis tekist að afla 18.5 milljóna þess fjár eða 5% á þessu ári. 6 milljónum úthlutað úr CERF, Miðlægum neyðar-viðbragðasjóði Sameinuðu þjóðanna í nóvember 2023.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt deilendur í Kamerún að vinna að pólitískri lausn á deilunum í norðvestur og suðvesturhéruðum landsins. Hann hvatt kamerúnsk stjórnvöld til að taka til athugunar umkvartanir enskumælandi samfélagsins.

Minnismerki um sameiningu Kamerún í Yaoundé.
Minnismerki um sameiningu Kamerún í Yaoundé. Mynd: Wikimedia Commons/ CC BY-SA 3.0

Sameinuðu þjóðirnar á vettvangi

Tuttugu stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru að störfum í Kamerún. Sameinuðu þjóðirnar veita landinu aðstoð við að valdefla konur og ungt fólk. Unnið er að því að bæta aðgang að heilsugæslu og gæðamenntun, auka þanþol, viðbragðssnerpu og fæðuöryggi. Þá er unnið að vitundarvakningu um umhverfisspjöll af völdum plastúrgangs. Síðast en ekki síst má nefna viðleitni til að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.