Ísland stóreykur stuðning við UNRWA í 5 ára samningi

0
104
Þórdís Kolbrún og Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA handsala samninginn í gær í New York
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykdal þáverandi utanríkisráðherra og Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA handsala samning um stuðning Íslands í New York. Mynd: UNRWA

Palestínskir flóttamenn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Philippe Lazzarini forstjóri Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa undirritað samning um stuðning Íslands við stofnunina fyrir 2024-2028.

Undirritunin fór fram í gær 21.september í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.

Íslan eykur árlegan stuðning sinn við UNRWA úr 25 milljónum króna í 110 milljónir.

„Við erum Íslandi einstaklega þakklát fyrir þennan fjölára rammasamnin og ekki síst fyrir verulega aukningu í stuðningi við flóttamenn frá Palestínu,“ sagði Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA. „Samningur um fjölára framlög gerir okkur kleift að hafa þann fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er til að geta sinnt starfi sem er opinber þjónusta í eðli sínu. Ísland setur með þessu fordæmi.“

Fimm ára stuðningur Íslands kemur á mikilvægu augnabliki fyrir UNRWA. Stofnunin sinnir menntun  rúmlega hálfrar milljónar stúlkna og drengja í 706 skólum á vegum hennar. Þá sér hún um grundvallar-heilbirgðisþjónustu fyrir nærri 2 milljónir palestínskra flóttamanna í 140 heilsugæslustöðvum.

Þórdís Gylfadóttir kvaðst ánægð með að staðfesta langvarandi stuðning Íslands við UNRWA og hlutverk stofnunarinnar við að hjálpa palestínskum flóttamönnum við erfiðar aðstæður.