Danir hvetja til stórfelldra aðgerða í þágu sjálfbærrar þróunar og loftslagsins

0
3
Dan Jørgensen, Minister for Development Cooperation and Global Climate Policy of Denmark, addresses the general debate of the General Assembly’s seventy-eighth session.
Dan Jørgensen, þróunarmálaráðherra Dana ávarpar Allsherjarþingið. UN Photo/Cia Pak

78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Dan Jørgensen Þróunarsamvinnuráðherra Dana hvatti til brýnna og umfangsmikilla aðgerða til að bjarga Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og hraða grænum umskiptum.

Ráðherrann sem ávarpaði Allsherjarþingið fyrir hönd Danmerkur, lýsti miklum áhyggjum af því hve illa gengi að hrinda Heimsmarkmiðunum í framkævmd.

Hann benti á að Danir hefðu í meir en 40 ár látið að minnsta kosti 0.7% af þjóðartekjum af hendi rakna til þróunaraðstoðar.

„En jafnvel þótt öll ríki gerðu slíkt hið sama, myndi það aðeins hrökkva til að fjármagna 10% þess sem upp á vantar. Það er einfaldlega ekki nóg. Við þurfum að finna nýjar, skapandi, leiðir til að fjármagna Áætlun 2030 og markmið Parísarsamningsins.“

Secretary-General António Guterres (right) meets with Jonas Gahr Støre, Prime Minister of Norway.
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs heilsar António Guterres.

Støre sleppti ræðu sinni

Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs ávarpaði ekki Allsherjarþingið eins og til stóð í umræðum leiðtoga. Fundahald dróst úr hömlu í gær og sá Støre sér þann kost vænstan að sleppa ræðunni og halda heim.

Áður hitti hann þó António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að máli. Þeir ræddu stríðið í Úkraínu og áhrif þess nær og fjær. Þeir skiptust einnig á skoðunum um COP28 Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og fyrirætlanir Noregs í loftslagsmálum. Þá lauk Guterres lofsorði á friðarumleitanir Norðmanna.

Tobias Billström utanríkisráðherrar Svíþjóðar er á mælendaskrá í leiðtogaumræðunum seint í kvöld og Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir utanríkisráðherra talar seint annað kövld, 23.september.