Utanríkisráðherra: Alvarleg kreppa fyrir okkur öll

0
6
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ávarpar 78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ávarpar 78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lýsti þungum áhyggjum af kreppu milliríkjasamskipta í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún benti á að aðeins 15% Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun hefði verið hrint í framkvæmd. Þá væri Parísarsamningurinn um viðnám við loftslagsbreytingum í mikilli hættu.

„Þetta ógnar tilvist okkar allra.“

Hún minnti á framboð Íslands til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir kjörtímabilið 2025–2027. „Tjáningarfrelsi er fyrir manneskjur en ekki fyrir forritaðar vélar sem dreifa hatri, lygi og ótta.“

Utanríkisráðherra sagði óásættanlegt að það væri refsilaust að brjóta skuldbindingar við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindayfirlýsinguna.

„Af þeim sökum ákvað Allsherjarþingið réttilega að víkja Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna grimmdarverka sem framin hafa verið í Úkraínu.“

Velmegun og jafnrétti haldast í hendur

Hún minnti á mannréttindabrot víða um heim. Ráðherra benti sérstaklega á Afganistan þar sem konur og stúkum væri meinað um skólavist og í Íran þar sem konur byggju við ófrelsi og andófsfólki væri refsað. Þá sætti hinsegin fólk víða mannréttindabrotum.

„Ísland hefur því láni að fagna að njóta einnar mestu velsældar í heimi þrátt fyrir að hafa verið á meðal fátækustu ríkja í Evrópu þegar við urðum sjálfstætt lýðveldi fyrir nærri 80 áru,“ sagði hún og lagði áherslu á að velmegun og jafnrétti hefðu haldist í hendur.

Sjá ræðuna á myndbandi hér og í heild hér

Anne Beathe Tvinnereim ráðherra þróunarsamvinnu ávarpar 78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Anne Beathe Tvinnereim ráðherra þróunarsamvinnu ávarpar 78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Norðmenn skera niður losun um 55%

Anne Beathe Tvinnereim ráðherra þróunarsamvinnu talaði fyrir hönd Noregs á Allsherjarþinginu. Hún sagði að Noregur myndi minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fyrir 2030 miðað við 1990. Miklar fjárfestingar væru fyrirhugaðar í vindorku á hafi úti, auk kolefnisföngun og geymslu. Þar að auki styddi Noregur ríki til að viðhalda frumskógum um 5 milljarða dala.

Sjá nánar hér.