Jafnrétti: Noregur upp, Ísland niður

0
460

jämställdhet

6.mars 2014. Noregur hefur náð fullu húsi stiga hvað varðar jafnrétti kynjanna.

Jafnréttismælikvarði vefsíðu Atvinnulífs á Norðurlöndum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur undanfarin ár mælt jafnrétti með því að gefa stig fyrir hvort karl eða kona sitji í 24 mismunandi stöðum í samfélaginu. Í fyrsta skipti hefur eitt Norðurlandanna, Noregur, fengið fullt hús stiga.

Það eru stjórnarskiptin í Noregi sem vega þyngst en ríkisstjórnin sem tók við á síðasta ári er undir forystu konu, Erna Solberg, forsætisráðherra en auk þess er önnur kona, Siv Jenssen, fjármálaráðherra. Þá eru bæði Vinnuveitenda- og Alþýðusamböndin undir stjórn kvenna.

Ísland hefur hins vegar þokast verulega niður á við í kjölfar stjórnarskiptanna en karlar eru í stöðum forsætis- og fjármálaráðherra í stað kvenna áður, svo dæmi sé tekið.

Land        Stig 2014 Breyting
Danmörk           16          -1
Finnland              7           –
Ísland                 8          -10
Noregur             22         +13
Svíþjóð              10           –
Norðurlönd         63          +2

jafnrétti er sem sé í örlítilli sókn en með sama árangri verður fullu jafnrétti náð….2035!