Jöfnuður uppskrift að hamingju

0
448
happy1

happy1
17.mars 2016. Danir eru hamingjusamasta þjóð í heimi, en Sviss og Ísland fylgja fast á eftir.

World Happiness Report 2016 Update, kom út í gær og eru fjögur Norðurlandanna á meðal fimm efstu og það fimmta í tíunda sæti.
Meðal áhugaverðrar niðurstaðna er að þar sem er tiltölulega lítill ójöfnuður er fólk almennt hamingjusamara.

Sömu tíu ríki skipa sér í tíu efstu sætin í á rog síðasta ár en Danir hafa skotist upp í efsta sætið og haft sætaskipti við Svisslendinga sem færast niður í annað sætið. Ísland er í þriðja sæti og Noregur í því fjórða, Finnland er fimmta og síðan koma Kanada, Holland, Nýja Sjáland, Ástralía og Svíþjóð.

happy22Þá eru Bandaríkjamenn í þrettánda sæti, Bretar í tuttugasta og þriðja, Kínverjar í því áttugasta og þriðja og Indverjar í hundrað og átjánda sæti.
Neðst af 156 ríkjum er Búrundí en þar hefur verið mikil skálmöld að undanförnu, og er landið fyrir neðan Sýrland þar sem hundruð þúsunda hafa látist í borgarastríði og milljónir flúið land undanfarin fimm ár.

„Hver einasta ríki ætti að meta hamingju íbúanna að þeirra eigin áliti og stefna að því að velsæld þeirra á leið okkar til að uppfylla Sjálfbæru þróunarmarkmiðin,“ segir Jeffrey Sachs, forstjóri Jarðar-stofnunarinnar við Columbia háskóla. „Við ættum fremur að stefna að samfélögum sem hafa velmegun, réttlæti og sjálfbærni umhverfisins að leiðarljósi í stað þess að einblína á hagvöxt.“

Í skýrslunni World Happiness Report 2016 Update er farið yfir svör fólks við spurningum um hvernig það meti líf sitt á skalanum 0 til 10. Byggt er á könnunum í 156 ríkjum á árunum 2013-2015.happy33

Árið 2012 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að 20.mars ár hvert skyldi vera Alþjóðadagur hamingjunnar.

Sjá um bakgrunn þess hér. 

Mynd: Glaðir krakkar í Kulturama skólanum í Stokkhólmi. UN Photo: Eskinder Debebe.
Stúlka í Súdan brosir framan í heiminn og brugðið á leik með skilti í höfuðstöðvum SÞ.