Leiðtogafundur um mannúðarmál í Istanbul

0
556
Humanitarian summit

Humanitarian summit

5.apríl 2016. Sameinuðu þjóðirnar halda fyrsta leiðtogafund sinn um mannúðarmál í Istanbul í Tyrklandi 23.-24.maí næstkomandi.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur þjóðarleiðtoga til að taka þátt í fundinum og nota hann til að senda sterk skilaboð.

hum summit2„Við megum ekki svíkja þá sem þurfa mest á aðstoð okkar að halda“, segir Ban.

Fundur leiðtoga og hringborðsumræður verða dagana 23.og 24.maí. Þá verða til umræðu fimm þemu sem ber hæst í í áætlun aðalframkvæmdastjórans í mannúðarmálum.

Þau eru pólítísk forysta til að koma í veg fyrir og leysa styrjaldarátök, að tryggja að mannúðarsjónarmið séu virt, að sjá til þess að enginn sé skilinn eftir, að breyta lífi fólks í heiminum með það fyrir augum að þeir sem þurfi fái þróunaraðstoð og þurfi síðan ekki á henni að halda og loks fjárfestingar í mannúð. .