Líbía: Enginn virðir vopnasölubann

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ríki hafi ekki einu sinni fyrir því lengur að neita brotum á vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna í Líbíu.

Aðalframkvæmdastjórinn hélt ræðu á friðarþingi sem Emmanuel Macron forseti Frakklands boðaði til í París á vopnahlésdaginn 11.nóvember. Sagði Guterres að samskiptin á milli stórveldanna hefðu aldrei verið verri og þetta hefði slæm áhrif á Öryggisráðið sem væri oft og tíðum lamað.

„Tökum sem dæmi vopnasölubannið á Líbíu. Allir virða það að vettugi og enginn reynir einu sinni að þræta fyrir það,” sagði Guterres. „Tengsl eru á milli átaka og sífellt oftar eru tengsl við nýja tegund alheims-hryðjuverka. Áhrif átakanna í Líbíu á Sahel- og svæðið í kringum Tsjad-vatn eru sorglegt dæmi.“

Fjölþjóðlegt samstarf

„Við verðum að að takast á við rætur átakanna til þess að koma í veg fyrir að spenna aukist og blossi upp í nýjum átökum. Slíkt er eingöngu mögulegt með fjölþjóðlegu samstarfi.”
Guterres sagði að þessar hugmyndir lægju að baki hugmyndum sínum um endurbætur á starfi Sameinuðu þjóðanna.

„Þær snúast um að viðleitni til að koma í veg fyrir átök og málamiðlun verði í forgangi allra aðgerð samtakanna. Þróað verði áætlun um baráttu gegn öfgasinnuðum ofbeldismönnum. Alþjóðlegt samstarf um frið og öryggi verði bætt með náinni samvinnu við svæðisbundin samtök á borð við Afríku -og Evrópusambandið.“

 

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra