Lofsöngur Norðurlanda

0
561
Norden Denmark Massmo Relsig

Norden Denmark Massmo Relsig

Lofsöngur Norðurlanda eftir Kim Leine við tónlist Sunleif Rasmussen. Íslensk þýðing eftir Þórarinn Eldjárn. 

 A:

Þú ástkæra, víðfeðma, ljósa land
með löðrandi brim og jökultinda
Þú ert mitt hjarta og mitt trausta tryggðaband
sú tenging sem við jörð mig nær að binda.

Noren Flickr Stocholm Creative Commons

B:
Þú ástkæra, niðdimma norðurslóð
frá nunatak að jarðlestum í borgum
frá örfoka melum í engi góð
ég elska þig í gleði og í sorgum

Norden Flickr Denmark Creative Commons
A:
Í þér á ég hof mitt og helgistað
og hér á ég sól sem rís og hnígur
í blíðu og í stríðu víst á ég þig að
þinn andi býr í mér og víða flýgur

Norden Northern lights

B:
Er norðurljós blika í gullnum glans
og glitra á himinboga svörtum
þá æði ég með í þann álfadans
en endurfæðist svo á morgni björtum.

Norden Flickr Iceland Creative commons
A:
Þú ískalda land mitt við líðum þér
að láta kalda vetrarstorma næða
því sumarnóttin bjarta svo beint á eftir fer
og byrjar okkar sálaryl að glæða

Norden Flickr Foreningen Norden Creative commons
B:
Ég elska þig land mitt og þokka þinn
á þessum grunni öll við saman stöndum
því heilinn, sálin og hugurinn
og hjartað eru bundin Norðurlöndum.

 

Myndir:  Massmo Relsig/Flickr/Creative Commons; Giuseppe Milo/ Flickr/Creative commons, Morten Nelson/ Flickr/Creative commons ,Frank Schmidt/Flickr/Creative commons, Fred Mancosu/Flickr/Creative commons, K. Ziesler /Foreningen Norden/ Flickr / Creative commons