Loftslagsmál: SÞ treysta á forystu Obama

0
452
Ban Obama

Ban Obama

5.ágúst 2015. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segist treysta á að Bandaríkin taki forystu í að leiða til lykta Loftslagssáttmála í París í desember næstkomandi.
Ban Ki-moon og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hittust á fundi í Hvíta húsinu í Washington í gær, 4.ágúst. Ban sagði að Sameinuðu þjóðirnar reiddu sig á forystu Bandaríkjanna í mörgum brýnustu málum heimsbyggðarinnar, svo sem í loftslagsmálum og Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum og í tilraunum til að leysa deilur eins og í Sýrlandi og Jemen.

Ban sagði að fundur leiðtoganna hefði verið „einstaklega uppbyggilegur” og benti á að framundan væru „sögulegt” Allsherjarþing í september og að fyrir skemmstu hefðu Obama og Bandaríkjastjórn náð “diplómatískum árangri með því að ganga frá samningi við Írani um kjarnorkumál og koma diplómatískum samskiptum við Kúbu í eðlilegt horf. 

Ban Obama2„Allt eru þetta sannarlega söguleg diplómatísk afrek”, sagði aðalframkvæmdastjórinn eftir fundinn 

Ban lauk lofsorði á forystu Obama í loftslagsmálum „frá fyrsta degi í embætti og þar til nú” og sagðist reiða sig sem fyrr á forystu hans þar til ríki heims hefðu náð að ganga frá alþjóðlegum samningi um loftslagsmál í desember í París.

Í þessu samhengi óskaði hann forsetanum til hamingju með “framsýna forystu” sem hann hefði sýnt með Hreinu orku-áætluninni sem kynnt var um helgina og miðar að því að draga úr koltvíseringslosun orkuvera og gerir endurnýjanlegum orkugjöfum hátt undir höfði.

„Ég tel að Hreina orku-áætlunin efli efnahagslífið og skapi störf,” sagði Ban og bætti því við að hún hefði ekki aðeins jákvæð áhrif í Bandaríkjunum, heldur kynnu önnur ríki að njóta góðs af áætluninni. 

Myndir: SÞ/Mark Garten