Lykketoft: Hundruð milljóna gætu flosnað upp

0
526
lykketoftsdgs

lykketoftsdgs

13.september 2016. Óhætt er að segja að engin lognmolla hafi ríkt í tíð Danans Mogens Lykketoft sem forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Er það mál manna að hann hafi virkjað embætti sem oft og tíðum hefur ekki falið í sér mikið annað en fundarsjórn. Kjörtímbil Lykketoft rann sitt skeið á enda í gær er 70. Allsherjarþingið lauk störfum og hið 71.hefst í dag undir stjórn arftaka hans Peter Thomson frá Fiji eyjum.

Lykketoft obamaÍ forsetatíð Lykketoft hafa Sameinuðu þjóðirnar verið vettvangur mikilvægra ákvarðanna og stendur þar upp úr samþykkt svokalllaðrar Áætlunar 2030 um Sjálfbæra þróun og Parísar-samkomulagið um loftslagsbreytingar. Lykketoft leit yfir farinn veg í viðtali við norrænu fréttasíður UNRIC.

„Ég held að liðið ár hafi fyrst og fremst snúist um að ýta úr vör framkvæmd stóru sáttmálanna um loftslagsmál og sjálfbæra þróun. Það er mikilvægt að tryggja að samstarfið virki á milli ríkja, ríkisstjórna og atvinnulífisins sem kostar stærstan hluta fjárfestinga og fjármálastofnananna í loftslagsmálum. Þetta samstarf verður að ræsa.“

Lykketoft bendir á að hætta sé á að hundruð milljóna manna flosni upp til engra aðgerða.

Lykketoft lennox„Aðgerðir í loftslagsmálum eru sérstaklega brýnar því ef ekki verður að gert, verða ekki bara 65 milljónir manna á vergangi eins og nú er, heldur hundruð milljóna manna. Og það mun koma af tað átökum og hafa í för með sér svo mikil útgjöld að við munum ekki hafa fé aflögu til að gera það sem vilð viljum gera til að hlúa að sjálfbærri þróun, tryggja jafnrétti og efla menntun og heilsugæslu.” 

Lykketoft 2-Þú hefur beitt þér fyrir auknu gagnsæi og opnara ferli í vali næsta aðalframkvæmdastjóra samtakanna. Ertu ánægður með árangurinn, það sem af er?

„Ég held að við höfum breytt þessu ferli þegar við efndum til opinna funda í beinni útsendingu þar sem frambjóðendur kynntu sig og voru spurðir spjörunum úr. Ég held að aðildarríkin- og ekki aðeins Allsherjarþingð og Öryggisráðið- hafi fengið mun betri kynningu en áður á framtíð Sameinuðu þjóðanna, frambjóðendunum og áherslum þeirra.

LykketofhearingsOg ég held að þetta hafi áhrif á ferlið sem nú er í gangi á vettvangi Öryggisráðsins. Það er enginn vafi í mínum hug að þess sjái merki í skoðanakönnunum (straw polls) sem þegar hafa verið gerðar í Öryggisráðinu, að frammistaða frambjóðenda á fundunum sem haldnir hafa verið í fyrsta skipti í Allsherjarþinginu, hafa haft áhrif. Já, ég tel að þetta ferli sé opnara en áður og að almenn aðildarríki hafi öðlast meiri áhrif á val aðalframkvæmdastjórans.“

Myndir 1.) Sjálfbæru þróunarmarkmiðin voru samþykkt á 70.Allsherjarþinginu.   UN Photo/Loey Felipe

2.) Lykketoft stýrði umræðum frambjóðenda til embættis aðalframkvæmdastjóra sem sjónvarpað var beint á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni í júlí. UN Photo/Evan Schneider

3.) Lykketoft hittir Obama Bandaríkjaforseta. UN Photo/Mark Garten

4.) Lykketoft og Ban Ki-moon.UN Photo/Mark Garten

4.) Með Annie Lennox úr Eurythmics, góðgerðasendiherra UNAIDS. UN Photo/Mark Garten