Marokkó: Sameinuðu þjóðirnar reiðubúnar að veita aðstoð

0
28
Mikil eyðilegging hefur orðið í Marrakech.
Mikil eyðilegging hefur orðið í Marrakech. Mynd: Eric Falt/UNESCO

Jarðskjálfti í Marokkó. Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnir að veita ríkisstjórn Marokkó hjálparhönd eftir að jarðskjálfti sem mældist 6.8 á Richter-kvarða reið yfir landið á föstudag 8.september.

Í gær, 12 September, höfðu 2497 dauðsföll verið staðfest og álíka margir slasaðir. Búist er við að þessi tala hækki eftir því sem leitarflokkum verður meira ágengt að sögn Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Jarðskjálftinn átti upptök sín í Atlas-fjöllum 71 kílómetra fyrir suðvestan Marrakech. 840 þúsund manns búa í Marrakech, sem er það þéttbýlissvæði sem orðið hefur harðast úti.

Skemmdir hafa orðið á Medinunni í Marrakech sem er á heimsminjaskrá SÞ.
Skemmdir hafa orðið á Medinunni í Marrakech sem er á heimsminjaskrá SÞ.

Mínútu þögn

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu að hann væri sorgmæddur yfir þjáningum íbúanna og lýsti yfir samstöðu með ríkisstjórn og íbúum Marokkó á erfiðum tímum.

Einnar mínútu þögn var á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í virðingarskyni við þá sem létust í jarðskjálftanum. Forseti þingsins, Dennis Francis, lýsti hryggð sinni og sendi fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur.

300 þúsund í vanda

Alþóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) telst til að 300 þúsund manns hafi orðið fyrir barðinu á jarðskjálftanum í Marrakech og nágrenni. Skemmdir hafa orðið á Medinunni í Marrakech, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Ríkisstjórn Marokkó stýrir leitar- og björgunarstarfi. Sameinuðu þjóðirnar hafa boðið fram aðstoð sína við leit og björgun og samræmingu mannúðaraðstoðar að sögn Nathalie Fustier, æðsta yfirmanns Sameinuðu þjóðanna í Marokkó. Fámennur liðsauki Sameinuðu þjóðanna hefur verið sendur á vettvang til stuðnings starfsliði samtakanna á staðnum.

 Börn orðið hart úti

UNICEF, Barnahjálps Sameinuðu þjóðanna telur að lífi ekki færri en 100 þúsund barna hafi verið raskað af völdum jarðskjálftans og fylgist náið með þróun mála. Að mati marokkóska menntamálaráðuneytisins hafa 530 skólar og 55 heimavistir skemmst, aðalega í Chichaoua og Taroudant héruðum.

Margir eftirskjálftar hafa orðið. Fjölskyldur eru enn fastar undir rústum heimila sinna. Vegir hafa skemmst og landfræðilegar aðstæðu torvelda leitar- og björgunarstarfi.

(Hér á ensku)