Matarsóunarhátíð í Hörpu

0
472

 

Flickr / Seth Anderson / 2.0 Generic (CC BY-SA 2.0)

Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök og Vakandi standa fyrir fjölskylduhátíð í Hörpu til að vekja athygli á matarsóun 6.september nk. frá 13-18.

Á hátíðinni er lögð áhersla á að finna leiðir allt frá framleiðanda til neytanda til að koma í veg fyrir matarsóun.

Tveir erlendir fyrirlesarar mæta á svæðið, þau Selina Juul og Tristram Stuart, en örfyrirlestrar verða haldnir á sviðinu í Silfurbergi.

Fyrirtæki, frumkvöðlar og samtök verða með kynningarbása þar sem gestir og gangandi geta fræðst um matarsóun og átt gott spjall um leiðir til að draga úr slíku.

Smjattpattarnir verða endurvaktir og foreldrar eru hvattir til að taka börnin með.

Kolabrautin býður uppá súpu úr grænmeti frá Sölufélagi íslenskra grænmetismanna.

Borgarstjóri opnar hátíðina og kynnar verða Guðbjörg Gissurardóttir og Guðfinnur Sigurvinsson.

Hátíðin er hluti af stóru samnorrænu verkefni um matarsóun og leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni:
www.matarsoun.is

Hlökkum til að sjá ykkur!
Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi (4.9.2014 )