Næg matvæli til að útrýma hungri

0
637
food

food

 16. október 2012 – Hægt væri að brauðfæða þann tæpa milljarð jarðarbúa sem nú líður hungur, á einum fjórða þeirra matvæla sem fer til spillis í Bandaríkjunum og Evrópu.

Alþjóða matvæladagurinn er haldinn ár hvert 16. október og er markmið dagsins að auka vitund almennings um glímuna við að brauðfæða heiminn og efla samstöðuna í baráttunni gegn hungri, vannæringu og fáttækt.

 “Samvinnufélög í landbúnaði – lykill að því að brauðfæða heiminn”, er þema dagsins sem er á vegum Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þemað er valið til að varpa ljósi á þýðingarmikið hlutverk samvinnufélaga við að auka fæðuöryggi og útrýma hungri.

 Tekist hefur að vinna á fjölda hungraðra í heiminum og er talan komin niður fyrir einn milljarð eða 870 milljónir sem er um það bil áttundi hver jarðarbúi. Þetta er óásættanlega há tala. Nánari upplýsingar um Alþjóða matvæladaginn sjá heimasíðu FAO.

Mynd: johannes jansson / Norden.org