Namibía aðili að yfirlýsingu um fiskveiðispillingu

Namibía er á meðal tuttugu og þriggja fiskveiðiþjóða sem aðild á að svokallaðri Kaupmannahafnar-yfirlýsingu um skipulagða glæpastarfsemi í fiskiðnaði sem gefin var út á vettvangi Sameinuðu þjoðanna fyrir ári. Noregur, Færeyjar og Grænland eiga aðild að yfirlýsingunni. Íslands er ekki getið á uppfærðri heimasíðu yfirlýsingarinnar. 

Níu ríki stóðu upphaflega að yfirlýsingunni sem gefin var út í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum (FN Byen) í Kaupmannahöfn á fundi 15.október 2018. Ríkin hvöttu önnur fiskveiðiríki til að gerast aðilar að yfirlýsingunni og eru þau nú alls tuttugu og þrjú.

„Við erum sannfærð um nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið viðurkenni tilvist skipulagðrar glæpastarfsemi þvert á landamæri í hinum hnattræna fikiðnaði og að þessi starfsemi hafi alvarleg áhrif á efnahag, skekki markaði, spilli umhverfinu og grafi undan mannréttindum,” segir í Kaupmannahafnar-yfirlýsingunni.

Heimsmarkmið

Ríkin 23 lýsa yfir stuðningi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 15 um líf í vatni og númer 16 um frið, réttlæti og sterkar stofnanir.

UNDP Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna studdi við gerð yfirlýsingarinnar.  Yfirlýsingin byggir á niðurstöðum 2.Alþjóðlegs málþings um fiskveiðiglæpi í  Yogyakarta í Indónesíu 2016 sem var gefið út af Fíkniefna og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC).

UNODC hefur barist gegn spillingu og alþjóðlegri glæpastarfsemi innan fiskveiðigeirans á heimsvísu.

„Skipulögð glæpasatarfsemi hefur þrifist í fiskveiðigeiranum og notið umtalsverðs refsileysis vegna lítillar áhættu og mikils ágóða annars vegar og óskilvirks löggæslustarfs heimafyrir og á alþjóðavettvangi,” segir á sérstakri vefsíðu sem UNODC heldur úti um þetta málefni.

Krækjur

Sjá krækjur um starfsemi og samninga á vegum Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðiglæpi og skyld málefni:

Vefsíða UNODC um fiskveiðiglæpi: https://www.unodc.org/unodc/about-unodc/campaigns/fisheriescrime.html

Kaupmannahafnar-yfirlýsingin: https://bluejustice.org/copenhagen-declaration/

Vegvísir UNODC um aðgerðir gegn fiskveiðiglæpum: https://www.unodc.org/documents/Rotten_Fish.pdf

Samantekt UNODC: https://www.unodc.org/documents/about-unodc/Campaigns/Fisheries/focus_sheet_PRINT.pdf

Alþjóðasamningur um framkvæmd Hafrétarsáttmála SÞ um vernd og stýringu flökkustofna og fleira, staðfestur af Íslandi 1997:

https://www.un.org/Depts/los/convention_agreements/convention_overview_fish_stocks.htm

Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ: FAO: http://www.fao.org/fishery/en

Siðareglur um ábyrgar fiskveiðar: http://www.fao.org/fishery/code/en

Ólöglegar, ókunnar og stjórnlausar fiskveiðar (IUU): http://www.fao.org/iuu-fishing/en/

Fyrsti alþjóðasamningur um ólöglegar fiskveiðar: https://news.un.org/en/story/2016/06/531252-un-agency-announces-worlds-first-illegal-fishing-treaty-now-force

The Agreement on Port State Measures to Prevent, Deter and Eliminate Illegal, Unreported and Unregulated Fishing (PSMA) http://www.fao.org/documents/card/en/c/915655b8-e31c-479c-bf07-30cba21ea4b0/

Umhverfisstofnun SÞ ( UNEP – Oceans & Seas) : https://www.unenvironment.org/explore-topics/oceans-seas

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra