Bólusetning bjargar mannslífi á 10 sekúndna fresti

0
9
Bólusetningar eru á meðal skilvirkustu aðgerða á lýðheilsusviði.
Bólusetningar eru á meðal skilvirkustu aðgerða á lýðheilsusviði. Mynd:UNICEF/UN066747/Rich

Bólusetningarherferðin í heiminum á síðari hluta 20.aldar er á meðal helstu afreka mannkynsins. Bólusótt hefur verið útrýmt, langt er komið með lömunarveiki og miklu fleiri börn lifa af og þrífast en nokkru sinni fyrr.  Talið er að bólusetningar komi árlega í veg fyrir tvær til þrjár milljónir dauðsfalla í heiminum. Evrópska bólusetningarvikan er haldin árlega 24.-30. apríl til að minna á mikilvægi bólusetninga.

Algengum bóluefnum er beitt gegn rúmlega 20 lífshættulegum sjúkdómum, þar á meðal mænusótt, barnaveiki, stífkrampa og mislingum auk COVID-19.

Bólusetning í Bangladesh.
Bólusetning í Bangladesh. Mynd: WHO Bangladesh/ Catalin Bercaru

Að þessu sinni er minnst hálfrar aldar EPI-áætlunarinnar og þeim árangri sem hefur náðst. Á þeim tíma hafa bólusetningar bjargað 150 milljónum mannslífa eða allt að einu á tíu sekúndna fresti. Á aðeins hálfri öld hefur mannkynið þróast frá því að foreldrar lifi í stöðugum ótta við barnsmissi til þess að sérhvert barn – ef það er bólusett – hefur góða möguleika á að lifa og þroskast.

Mýrarkalda herjar á Afríku sunnan Sahara.
Mýrarkalda herjar á Afríku sunnan Sahara. Mynd WHO/Neil Thomas

Hins vegar eru 20 milljónir börn í heiminum ýmist ó- eða vanbólusett.

Bólusetningar gegna þýðingarmiklu hlutverki ef ná ber Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Baráttan við sjúkdóma á borð við niðurgangspest, mislinga, lömunarveiki og kíghósta skila sér einnig í árangri á sviðum Heimsmarkmiða á borð við menntun og hagþróun.

ESB og WHO taka höndum saman

Markmið Evrópsku bólusetningarvikunar er að auka bólusetningar fólks á öllum aldri. Viðurkennt er að bólusetningar séu á meðal árangursríkustu og skilvirkustu aðgerða á heilbrigðissviði.

Frumbyggjar víða í heiminum njóta bólusentinga oft og tiðum ekki sem skyldi.
Frumbyggjar víða í heiminum njóta bólusentinga oft og tiðum ekki sem skyldi. Mynd. Photo: WHO / Billy Miaron

WHO í Evrópu minnist sérstaklega EPI átaksins fyrir fimmtíu árum. Átakið fól í sér gegnumbrot á lýðheilsusviði og hefur bjargað milljónum barna árlega. Árið 1974 voru aðeins 5% barna í heiminum bólusett við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Nú er þetta hlutfall 85% í heiminum og 94% á Evrópusvæði WHO.

53 ríki með um 900 milljónir íbúa teljast til Evrópusvæðis WHO. Það nær frá Grænlandi í vestri til Kyrrahafsstrandar Rússlands í austri. Ýmis ríki sem ekki tilheyra Evrópu, svo sem Armenía, Aserbæjan, Georgía, Kasakstan, Kirgistan, Tadjikistan, Túrkmenistan og Usbekistan, eru á Evrópusvæðinu. Það nær yfir 17 tímabelti og þar eru rúmlega 200 tungumál töluð.