Norðurlönd treysta Sameinuðu þjóðunum mest

0
489
alt

altMeir en 75% Dana, Finna, Íslendinga og Svía treysta Sameinuðu þjóðunum að því er fram kemur í Eurobarometer, reglubundinni skoðanakönnun Evrópusambandsins. Þetta er mun hærra en ESB-meðaltalið sem er 50%. Flestir treysta Sameinuðu þjóðunum á Íslandi eða 82% en Danir eru skammt undan með 77% og á hæla þeirra koma Finnar og Svíar með 75%.
Grikkir og Kýpverjar treysta Sameinuðu þjóðunum minna en aðrar Evrópuþjóðir (23% og 31%). Könnunin náði ekki til Noregs.