Úrslitin ráðin í auglýsingakeppni Sameinuðu þjóðanna

0
469

LAST WISH Fries Marta Zarina-Gelze4

 4.október 2013. Lettneski auglýsingateiknarinn Marta Zarina-Gelze sigraði í auglýsingakeppninni Think.Eat.Save –Save your Foodprint fyrir bestu auglýsinguna til að vekja athygli og vekja fólk til vitundar um gegndarlausa sóun matvæla í heiminum.

Sigurvegarinn, Zarin-Gelze, er tuttugu og sex ára gömul lettnesk kona sem lauk nýlega námi í Listaháskóla Lettlands. Sigurauglýsingin heitir Hinsta óskin var að vera étin.
UNRIC; Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel stóð að keppninni ásamt Norrænu ráðherranefndinni en hún var opin öllum íbúum Norðurlandanna fimm, Eystrasaltsríkjanna þriggja og nágrannahéraða í Rússlandi.
Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar afhenti Zarin-Gelze, fyrstu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.
„Það ber að borða allan mat og ekkert ætti að fara til spillis,” sagði Høybråten. „Ég vonast til þess á næstu árum vakni fólk á norðurslóðum til vitundar um þennan vanda og ég held að Norðurlönd geti verið í farabroddi.”

Auglýsingin sem tryggði höfundi sínum verðlaunin, sýnir franska kartöflu í líkkistu. Sigurvegarinn sagði að hugmyndin hefði fæðst þegar hún hefði komist að raun um að 30% allra matvæla færu til spillis.
“Ég vildi nálgast fólk á tilfninningalegan hátt og því notaði ég öflugt tákn á borð við líkkistu í staðinn fyrir ruslatunnu. Við eigum matvælum líf okkar að þakka en hendum mat svo auðveldlega. Af hverju? Ég vona að hver og einn svari því fyrir sig,” Zarin-Gelze.
Keppnin er haldin til stuðnings átaki Sameinuðu þjóðanna Think.Eat.Save – Reduce Your Foodprint sem er frumkvæði UNEP (Umhverfisáætlunarinnar) og FAO (Matvæla og landbúnaðarsamtakanna). Stjórnandi keppninnar af hálfu UNRIC var Árni Snævarr. 

“UNEP kann Upplýsingaskrifstofunni í Brussel bestu þakkir fyrir að skipuleggja keppnina,” segir Achim Steiner, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forstjóri UNEP. “Hér er á skapandi og ögrandi hátt komið inn á þá fáránlegu og uggvænlegu staðreynd allnsægtasamfélags nútímans að um þriðjungi matvæla sem framleidd eru, er sóað á hverju ári.”
Verðlaunaafhendingin fór fram á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn en þar fór fram stærsta baráttusamkoma sinnar tegundar í Danmörku. Þúsundir vegfarenda nutu góðrar ókeypis máltíðar sem elduð var úr matvælum sem annars hefði verið hent.
Sameinuðu þjóðirnar hafa skorið upp herör gegn því að matvælum sé sóað eða þau fari til spillis, í tengslun við átak framkvæmdastjóra samtakanna, Zero Hunger Chellenge.

“Við lifum í heimi þar sem 870 millljónir manna líða hungur. Í heiminum en á sama tíma er 1.3 milljörðum tonna matvæla sóað. Vatnsmagnið sem fór í að framleiða þessi matvæli er álíka og allt vatnsstreymið í rússneska stórfljótinu Volgu. Að því ógleymdu að við framleiðsluna hafa verið losuð 3.3 milljarðar tonna af gastegundum sem valda gróðurhúsáhrifum og þar með loftslagsbryetingum,” segir Achim Steiner, forstjóri UNEP. “Í ljósi þessara ógnvekjandi upplýsinga er ljóst að hver einstaklingur, ríkisstjórn og fyrirtæki ber siðferðileg skylda til þess að grípa til þeirra sáraeinföldu aðgerða sem geta skipt sköpum við að ráðast að rótum þessa hnattræna vandamáls.”
Forsprakki samtakanna Stöðvum sóun matvæla, Selina Juul, stóð fyrir daglangri dagskrá á Ráðhústorginu og var verðlaunaafhendingin í tengslum við hana. Juul sem er grafískur hönnuður, sat einnig í dómnefnd ásamt Stefáni Einarssyni, grafískum hönnuði, Tristram Stuart, stofnanda Feeding the 5,000, Nick Nuttall, talsmanni UNEP, Bernt Ringvold, sérfræðingi hjá Norrænu ráðherranefndinni og Afsané Bassir-Pour, forstjóra UNRIC.
Úrval auglýsinga var til sýnis á Ráðhústorginu og verður til sýnis víða í Evrópu á næstu vikum og máníuðum þar á meðal er dags Sameinuðu þjóðanna verður minnst síðar í þessum mánuði á Grand Place, í Brussel.
Áður hafði verið tilkynnti að Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, hefði unnið kosningu þar sem almenningur valdi uppáhaldsauglýsinguna.

 TES-logo-UNRIC-web