Fyrrverandi forseti Chile skipuð forstjóri nýrrar kvennastofnunar SÞ

0
420
alt

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur skipað Michelle Bachelet, fyrrverandi forseta Chiile, fyrsta forstjóra nýstofnaðrar kvennastofnunar SÞ: UN Women.
 
Stofnuninni er ætlað að hafa yfirumsjón með allri starfsemi Sameinuðu þjóðanna sem miðar að því að auka réttindi kvenna og auka þátttöku þeirra í heimsmálum.

Sameinuð eru undir einum hatti nokkrar stofnanir og skrifstofur, svo sem UNIFEM, DAW (Kvennaeflingar deildin (DAW)), Embætti sérstaks ráðgjafa um málefni kynjanna og Alþjóða rannsóknar og þjálfunarstofnunin til eflingar kvenna  (UN-INSTRAW).

alt

Michelle Bachelet hittir Ban Ki-moon að máli í nóvember á síðasta ári. SÞ-mynd: Eskinder Debebe.

“UN Women mun efla hag kvenna og stúlkna um allan heim, “ sagði Ban Ki-moon þegar hann tilkynnti fréttamönnum um skipan Bachelet. “Ég er sannfærður um að við munum, undir styrkri forystu hennar, bæta líf milljóna kvenna og stúlkna um allan heim.”

Frú Bachelet er fyrsta kona sem kjörin var forseti Chile og lagði hún mikla áherslu á málefni kvenna á valdatíma sínum. Frá því að hún lét af embætti hefur hún meðal annars starfað að því fyrir UNIFEM, að vekja athygli á þörfum kvenna á Haítí eftir jarðskjálftann mannskæða í janúar.

Fjárhagsáætlun nýju stofnunarinnar er fimm hundruð milljarðar Bandaríkjadala eða sem nemur fjórföldum kostnaði við stofnanirnar sem hún leysir af hólmi.