Malí: íhlutun vel tekið

0
495

Mali2

29. október 2012. Jan Eliasson, vara-framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að meirihluti pólitískra fylkinga í Malí sé fylgjandi nýlegri samþykkt öryggisráðsins þar sem gefið er umboð til hernaðaríhlutunar takist ekki að stilla til friðar með pólitískum hætti.

Svínn Eliasson er nýkominn frá Malí og segir: ”Ályktun Öryggisráðsins var víðast hvar fagnað af pólitískum fylkingum sem telja að átökin leiði til klofnings landsins. Þar sem ályktuninni var tekið í stórum dráttum á jákvæðan hátt í Malí, fylktu Afríkusambandið (AU) og vesturafrísku samtökin ECOWAS að baki henni. ”

”Þetta sendir alveg skýr skilaboð: það þarf að semja, að reyna að finna pólitíska lausn en en ef það tekst ekki verður gripið inn í hernaðarlega á næstunni,” segir Eliasson við sænska blaðið Expressen. Hann ítrekar að hann muni sem diplómati og alþjóðlegur embættismaður leggja sig í framkróka við að pólitískt ferli skili árangri.

Eliasson2”Ástandið í Malí er alvarlegt og dramatískt. Alvarleg mannréttindabrot eru framin og hroðalegri grimmd er beitt í norðurhluta Malí. Fyrst og fremst er mikill ótti í landinu, ” sagði Eliasson.

”Öfgahóparnir í norðri hafa nú landsvæði á valdi sínu sem er tvöfalt stærra en Frakkar og þar ríkja öfgamenn og hryðjuverkamenn. Þetta er tröllaukið vandamál ekki bara fyrir Malí heldur þennan heimshluta og alt alþjóðasamfélagið.”

Mynd: Óhamingjunni verður allt að vopni: Öfgamenn vaða uppi á sama tíma og Malí og Sahel svæðið glíma við óblíða náttúru og hungur. Efri mynd: SÞ/John Isaacs.