Olíuleit við Vestur-Sahara ólögleg

0
464

WSahara

Mars 2015. Hans Coréll, fyrrverandi aðallögfræðingur Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri grein í lögfræðitímariti að olíuvinnsla undan ströndum Vestur-Sahara sé ólögleg.

Sömuleiðis eigi fiskveiðisamningur Evrópusambandsins og Marokkó sér ekki stoð í alþjóðalögum. Skip í eigu Íslendinga hafa veitt úr kvótum ESB.
Marokkó hefur ráðið yfir Vestur-Sahara frá því nýlendustjórn Spánar lauk árið 1976.

W.Sahara Oil Rig nate2b CC BY NC ND 2.0Olíuborpallur, útbúinn norskum tæknibúnaði, hóf olíuboranir undan ströndum Vestur-Sahara í lok síðasta árs.
Norræn fyrirtæki eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þrátt fyrir mikla andstöðu á Norðurlöndum við að Marokkó nýti sér náttúrulegar auðlindir Vestur-Sahara.

Opinberega telja norrænu ríkisstjórnirnar að nýting Marokkó á auðlindunum sé ólögleg samkvæmt alþjóðalögum, nema með samþykki og í þágu Sahrawi-fólksins, íbúa Vestur-Sahara.

Norðurlönd byggja afstöðu sína á lögfræðilegu áliti sem Hans Coréll, þáverandi aðallögfræðingur Sameinuðu þjóðanna (1994-2004) samdi að beiðni Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málið árið 2002.
Í viðtali við norræna fréttabréf UNRIC í lok október 2014 sagðist t Corell ekki hafa kynnt sér þá samninga sem liggi til grundvallar olíuleitinni og hvernig staðið hafi verið að þeim. Það hefur hann gert nú og skrifar um það grein í alþjóðlegt lögfræðitímarit, the International Judicial Monitor.

„Ég sá á vefnum að tvö fyrirtæki sem eiga í hlut, halda því fram að samningurinn sé í samræmi við lögfræðiálit mitt frá 2002. Því miður er það ekki svo”, skrifar Hans Coréll.

Coréll gagnrýnir að í samningum sé ekki talað um Vestur-Sahara, heldur suðurhéruð Marokkóska konungdæmisins.

Fiskveiðisamningur ESB og Marokkó ólöglegur?

Coréll beinir spjótum sínum einnig að fiskveiðisamningi Evrópusambandsins og Marokkó. „Til þess að vera í samræmi við lög, þyrftu að vera bein Corell Bantilvísun til fiskveiðilögsögunnar undan ströndum Vestur-Sahara, ásamt nákvæmri skilgreiningu”, skrifar Coréll.
Hann heldur því fram að skilja bæri stjórnun fiskveiða á þessu hafsvæði algjörlega frá veiðum í marókkóskri fiskveiðilögsögu. Þar að auki ættu tekjur af veiðunum undan ströndum Vestur-Sahara ekki að renna í ríkissjóð Marokkó, heldur ætti að leggja féð inn á sérstakan reikning með það fyrir augum að fulltrúar íbúar Vestur-Sahara gætu látið fara fram sjálfstæða endurskoðun með það fyrir augum að tryggja að féð sé eingöngu notað með þarfir og hagsmuni þjóðarinnar í huga.

“Með þetta til grundvallar ætti Öryggisráðið að kanna lagalegt gild fiskveiðisamnings ESB og Marokkó. Rétt leið til þess að fá fullnægjandi svar væri að óska ráðgefandi álits Alþjóðadómstólsins í samræmi við 96.grein Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ef ráðið getur ekki sameinast um slíka aðgerð, ætti Allsherjarþingið að taka frumkvæðið.”

Samningaferli: skrípaleikur

W.Sahara Demonstration in Madrid CC BY SA 2.0Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið þátt í viðleitni til að finna lausn á málefnum Vestur-Sahara síðan 1976, en þá brutust út átök á milli Marokkó og Frente Polisario-samtakanna eftir að nýlendustjórn Spánverja lauk.
Í grein sinni segir Coréll að vegna þessarar nýtingar náttúruauðlinda Vestur-Sahara geti Öryggisráðið ekki lengur leyft núverandi ástandi að halda áfram. „Þetta ferli hefur nú staðið yfir í fjóra áratugi og það er augljóst að núverandi samningaferli er orðið að skrípaleik sem verður að binda enda á. Öryggisráðið verður að finna lausn á því sem pólítísku úrlausnarefni, hvernig það er gert.”

Öryggisráðið samþykkti í apríl 2014 að framlengja umboð sveitar Sameinuðu þjóðanna í Vestur-Sahara um eitt ár en verkefni hennar er að fylgjast með vopnahléi og skipuleggja atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðun íbúa landsvæðisins.

 Myndir 1.) Sveit Sameinuðu þjóðanna í V-Sahara. SÞ/Martine Perret. 2.) Olíuborpallur. 3.) Hans Coréll ásamt Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ. SÞ-mynd 4.) Vestur-Sahara búar mótmæla í Madríd.