Ótímabærar þunganir: ónýt æska

0
440

 

motherhood
30.oktobér 2013. Á hverjum einasta degi eignast tuttugu þúsund stúlkur yngri en átján ára börn í þróunarlöndunum.

 

Af 7.3 milljónum kvenna sem eignast börn eru 2 milljónir þeirra yngri en 14 ára. Margar þeirra líða fyrir að eignast barn svo ungar jafnt heilsufarslega sem félagslega. Á meðal þessara ungu mæðra er hæst tíðni mæðradauða og pípusárs (obstetric fistula).

Ef fer sem horfir mun fjöldi mæðra undir 15 ára aldri vera orðinn 3 milljónir árið 2030.

Þessar upplýsingar komu fram í dag þegar Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) kynnti nýja skýrslu, The State of World Population 2013 .

Í öllum heimshlutum er það oftar en ekki hlutskipti fátækra, illa menntaðra kvenna, ekki síst í dreifbýli að verða þungaðar á unglingsaldri en síður algengt hjá vel stæðum, menntuðum stúlkum.

“Alltof oft leggur þjóðfélagið sökina á óléttu á herðar stúlknanna,” segir Dr. Babatunde Osotimehin, forstjóri UNFPA. “Sannleikurinn er sá að oftast er unglingaólétta ekki afleiðingar vals, heldur skorts á valkostum og eru í raun ekki á valdi stúlknanna sjálfra. Þetta eru afleiðingar lítils eða einskis aðgangs að skólum, atvinnu, almennilegum upplýsingum og heilsugæslu.”

Það eru ekki aðeins mæður og börn sem líða fyrir þetta. Börn sem eignast börn hafa slæm áhrif á samélög og efnahag ríkja. Svo dæmi sé tekið mætti bæta við hálfum fjórða milljarði Bandaríkjadala við efnahag Kenýa, ef unglingamæður hefðu haft atvinnu í stað þess að verða ófrískar. Þetta er álíka mikið og velta byggingariðnaðarins í landinu.

Ef unglingsstúlkur í Brasilíu og Indlandi hefðu getað beðið fram á þrítugsaldur með barneignir, hefðu efnahagsleg framleiðni ríkjanna aukist um annars vegar hálfan fjórða milljarð og hins vegar 7.7 milljarða Bandaríkjadala.

Unglingaóléttur eru bæði orsök og afleiðingar réttindabrota. Ólétta dregur úr möguleikum stúlkna á að nýta sér rétt til menntunar, heilbrigðis og sjálfstæði. Á hinn bóginn aukast líkur á unglingaóléttu þegar stúlkur fá ekki að njóta grundvallarréttinda.

Mynd: Móðir og barn í Lesuata á Austur-Tímor. SÞ-mynd/Martine Perret