Pappírsnotkun minnkuð um 95%

0
531

pappir

25. júní 2012. Búist er við að pappírsnotkun á Rio+20 ráðstefnunni um Sjálfbæra þróun hafi verið minnkuð um 95% þökk sé PappírsSnjalla átaki Sameinuðu þjóðanna undir forystu Magnúsar Ólafssonar, stjórnanda Funda- og útgáfusviðs hjá Allsherjarþings- og ráðstefnudeild samtakanna.

Fimmtíu þúsund manns tóku þátt í ráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu sem lauk á föstudag. Sameinuðu þjóðirnar og brasilíska stjórnin lögðu áherslu á sjálfbærar aðgerðir í því skyni að hindra notkun mengandi efna og framleiðslu úrgangs – í samræmi við markmið Rio+20.

“Á stórri ráðstefnu af þessu tagi eru venjulega notaðar tuttugu milljónir pappírsblaða,” segir Magnús Ólafsson sem stýrir pappírs snjalla frumkvæðinu (UN PaperSmart). “En á Rio+20 búumst við að nota innan við eina milljón.”

Í viðtali við heimasíðu Sameinuðu þjóðanna segir Magnús að pappírs snjall þýði ekki pappírslaus en þótt umtalverðum pappír hafi verið dreift á Rio+20 sé það til muna minna en á fyrri ráðstefnum.

“Við höfum í 67 ár dreift yfirlýsingum allra aðildarríkja í fjölmiðlamiðstöðinni. Reynslan sýnir að í raun taki fáir þessar yfirlýsingar með sér; flestar eru skildar eftir með þeim afleiðingum að í dagslok hrannast upp haugar af ónotuðum yfirlýsingum”, segir Magnús á og bendir á að þar að auki hafi yfirlýsingar prentaðar á pappír þann galla að ekki sé hægt að laga þær til á tölvuskjá.

“Þetta er ekki stríð gegn pappír, þetta er stríð gegn sóun,” segir Magnús. “Þessar yfirlýsingar eru allar til á netinu og ef einhver vill fá eintak á pappír, er nóg að biðja um slíkt.”