Plastið í hafinu í bíó Paradís

0
545
Photo Flickr Ilse Reijs Creative Commons

Photo Flickr Ilse Reijs Creative Commons

8.júní. Kvikmyndin Plast-strendur verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan átta í tilefni Alþjóðlegs dags hafsins sem er í dag, 8.júní. Í myndinni er sjónum beint að þeim mikla skaða sem plast veldur á lífríki sjávar. Þótt stærstur hluti plasts sem er hent lendi í landfyllingum, fer töluvert magn í hafið. Þannig má leiða líkum að því að mikill hluti þeirra 70 milljóna plastpoka sem Íslendingar nota á ári endi í sjónum sem og milljarðar poka í nágrannaríkjum okkar í Evrópu.

One Winters worth. Photo Flickr Bo Elde Creative CommonsÞó hver plastpoki sé notaður að meðaltali í 25 mínútur, getur það tekið 500 ár fyrir plastið að leysast upp. Áður en það gerist geta fiskar eða önnur sjávardýr gleypt plastagnir og þær endað inn í vefjum líkamans.

Í myndinni Plast-strendur er sjónum beint meðal annars að hinum miklu plast og rusl hringiðum sem eru á nokkrum stöðum Á Atlants-, Indlands,- og Kyrrahafi. Hins vegar þ-öarf ekki að fara út fyrir landsteinana til að finna sjórekið plast og veiðarfæri.  Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og ýmis samtök áhugamanna eins og td. Blái herinn unnið þarft verk í að hreinsa fjörum, en spurningin sem vaknar er sú hvort ekki þurfi að ráðast að rótum vandans. Það verk vinna Íslendingar ekki einir, þótt hverjum og einum beri að líta í eigin barm.

Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ætla að taka höndum saman um Sjálfbær þróunrmarkmið sem taka munu gildi eftir lokaumfjöllun á Allsherjarþinginu í lok september. Þótt þau séu kölluð þróunarmarkmið munu þau taka til allra landa, þar á meðal Íslands.

Eitt markmiðanna snýst um sjálfbæra neyslu.

Great Pacific Garbage Patch. Flickr Steven Guerrisi 2.0 Generic CC BY 2.0Alþingi hefur haft til umfjöllunar í nokkur misseri tilllögu þingmanna úr öllum flokkum um að draga úr notkun plastpoka. Evrópuþingið tók reyndar ómakið af Íslendingum og samþykkti löggjöf þessa efnis sem ná mun til Íslands í gegnum EES. Útfærslan er hins vegar í höndum hvers aðildarríkis ESB og EES.

Í umræðum að lokinni sýningu myndarinnar verður sjónum beint að því hvað við Íslendingar getum gert í þessum málum og  Egill Helgason, sjónvarpsmann sem hefur bloggað mikið um þessi mál, Karen Kjartansdóttir frá Samtökum sjávarútvegsfyrirtækja og Hrönn Ólina Jörundsdóttir, umhverfisefnafræðingur brjóta efni myndarinnar til mergjar ásamt Árna Snævarr, frá Sameinuðu þjóðunum.

Aðgangur er ókeypis og er myndin í Sal 2 í Bíó Paradís. Hefst sýningin myndarinnar sem er klukkutíma löng klukkan átta en síðan taka umræður við.