Rappað á norrænum málum

0
488

Norræna Rapp-keppnin Rap it Up hefst í dag 11. maí. Að henni kemur fjöldi þekktra listamanna og hiphop-fræðinga frá öllum Norðurlöndunum. Meðal þeirra sem eru í dómnefnd eru sænski útvarpsmaðurinn  Ametist Azordegan og rappararnir Organismen (Svíþjóð), Per Vers (Danmörku) og Redrama (Finnlandi).  

Að Rap It Up standa Samband Norrænu félaganna með stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum og Norrænu ráðherranefndinni. Meðal samstarfsaðila eru Norðurlandasvið Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel (UNRIC) og sænsk-norska hiphop tímaritið Kingsize..

Keppnin er opin öllum ungum röppurum á Norðurlöndum á aldrinum 14 til 22 ára sem rappa á einu norrænu tungumálanna.   

Rap It Up keppnin fer fram með gagnvirkum hætti á heimasíðunni  www.rapitup.org. Keppendur hlaða upp einföldum myndböndum á síðuna og sérfræðinganefndin velur bestu framlögin til að keppa á stóru Norðurlandamóti í Stokkhólmi 30. september. Sigurvegarinn fær bæði verðlaunafé og tækifæri til að taka upp í fyrsta flokks hljóðveri í Stokkhólmi með viðurkenndum upptökustjóra.   

Til að fá meiri upplýsingar um Rap It Up sjá www.rapitup.org eða hafið samband við  Christoffer Silverberg: [email protected]

Til að fá meiri upplýsingar um Samband norrænu félaganna og norræna tungumálastarfið, hafið sambandið við verkefnisstjórann Carl Liungman: [email protected].    

Rap It Up er hluti af samnorrænu verkefni til að brúa bil á milli norrænna ungmenna og hvetja þau til að ræðast við á norrænum málum, efla samskipti og skapa nýja möguleika til aukins skilnings, samlögunar og samræðna.

Samband Norrænu félaganna er regnhlífarsamtök Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndunum sem vinna að því að auka og efla norrænt samstarf á vinnumarkaði og í atvinnulífinu, menntun, fjölmiðlun og ekki síst menningu. Stefnan er að gera Norðurlönd að svæði tækifæranna í krafti þekkingar, vináttu og samstarfs. Sjá nánar: www.fnf.se  og  www.norden.is.