Rio+20: Framtíðin sem við viljum

0
430

Future we wantSameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum herferð í aðdraganda hinnar mikilvægu Rio+20 ráðstefnu um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Rio de Janeiro í júní á næsta ári – tuttugu árum eftir svokallaðan leiðtogafund Jarðar sem haldinn var á sama stað.

Með herferðinni er ætlunin að hefja samræðu á heimsvísu um hvernig framtíð við viljum, með þátttöku ríkisstjórna, almannasamtaka og fólks um víða veröld.

“Sjálfbær þróun er efst í forgangsröðinni af einfaldri ástæðu því þar eru dregnar saman allar helstu áskoranir og meginviðfangsefni líðandi stundar,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi.
“Við vitum við hvað er að glíma: matvæla-; fæðu og orkuskort; loftslagsbreytingar, aukna losun gróðurhúsalofttegunda og menguð höf. Allt eru þetta meðal brýnustu áskorana sem við þurfum að glíma við.”

Með herferðinni Rio+20: Framíðin sem við viljum, er fólk hvatt til þess að gera sér í hugarlund hvernig hægt er að byggja upp samfélög þar sem öllum er tryggð velsæld án þess að spilla náttúrunni. Þátttakendur geta valið sér miðilin en ljósmyndir, bréf, ritgerðir og teikningar sem berast verða settar á sýningu á ráðstefnunni í Rio de Janeiro á næsta ári. 

“Tækifæri á borð við Rio+20 koma ekki oft”, sagði Ban. “Rio+20 ráðstefnan er einstakt tækfæri til að ræða þær áskoranir sem við stöndum andspænis og þær lausnir sem við sjáum fyrir okkur..Þetta er tækifæri til að bregða upp mynd af þeirri framtíð sem við viljum.”

Ráðstefnan verður sótt af veraldarleiðtogum og sérfræðingum í umhverfismálum og miðar að því að endurnýja pólitískar skuldbindingar um sjálfbæra þróun, fara yfir árangurinn og móta svör við komandi áskorunum.  “Rio+20 er besta tækifæri okkar til að marka veginn til sjálfbærrar framtíðar sagði framkvæmdastjóri ráðstefnunnar Sha Zukang.

“Veraldarleiðtogar og þúsundir þátttakenda úr einkageiranum, almannasamtökum og fleiri munu koma saman til að móta hvernig við getum dregið úr fátækt, efl félagslegt jafnræði og umhverfisvernd á sífellt þéttsetnari jarðarkringlu,” sagði Sha.
 
Hann sagði einnig að það væri sérdeilis mikilvægt að beina kastljósinu að græna hagkerfinu, nú þegar heimurinn glímir við efnahagskreppu.
 
“Græna hagkerfið getur hraðað þróuninni í átt til sjáflbærrar þróunar og upprætingu fátæktar með því að beina ákvörðunum hins opinbera og einkageirans í farveg sem endurspeglar og virðir náttúrulegar auðlindir.”