SÞ hvetja Svía til að binda enda á mismunun

0
472

 AfricanDescendents

 8. desember 2014. Svíar af afrískum uppruna og Afríkubúar verða fyrir barðinu á kynþáttahatri og mega þola hatursfulla orðræðu þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að stemma stigu við slíku.

 Þetta er niðurstaða Vinnuhóps sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag.

„Jafnt Svíar af afrískum uppruna sem Afríkubúar sem við höfum hitt að máli segjast hafa sætt margs konar mismunun á grundvelli hörundslitar, trúar eða kynferðis,“ segja mannréttindasérfræðingarnir að lokinni fimm daga opinberri heimsókn til Svíþjóðar.

Af þessum sökum, „fögnum við fyrirætlunum sænsku stjórnarinnar um að þróa Mannréttindaáætlun og grípa til annara aðgerða til að takast á við kynþáttamismunun í garð afrískra Svía og Afríkubúa.“

AfricaswedenVinnuhópurinn hrósar sérstaklega stefnu stjórnvalda um að setja í forgang aðgerðir til að stemma stigu við andúð á Afríkubúum og efna til vitundarvakningar til að berjast gegn útlendingahatri, auk ýmiss konar staðbundinna aðgerða í stjórnkerfi til að hindra og berjast gegn kynþáttamismunun.

Engu síður, lýsa sérfræðingarnir áhyggjum sínum af „ósýnileika og skorti á viðurkenningu á fólki af afrískum uppruna sem sérstökum hópi sem standi höllum fæti í landinu.“ Í vinnuheimsókn sinni hlustaði hópurinn á sjónarmið borgaralegs samfélags, fræðimanna og fórnarlamba kynþáttamismununar um aðgang að heilsugæslu, húsnæði, atvinnu og ýmissri grundvallar þjónustu.

Vinnuhópnum var tjáð að neikvæð viðhorf til farandfólks og flóttamannahópa af rasískum toga eða sökum almenns haturs á útlendingum, færðist í aukanna, þar á meðal í garð fólks af afrískum uppruna.

„Kynþáttamismunun birtist einnig í ójöfnum aðgangi að réttarkerfi og í því að hörundsdökkt fólk sé tekið fyrir af lögreglu, auk þess sem látið sé undir höfuð leggja að rannsaka nægjanlega, og sæka til saka og aftra hatursglæpum gegn afrísku fólki eða af afrískum uppruna,“ bentu sérfræðingarnir á. „Við höfum áhyggjur af því að þetta skapi vantraust á laganna vörðum í þeim samfélögum sem hér um ræðir og fæli fólkið frá því að leita sér aðstoðr þegar það er fórnarlömb glæpa eða réttindi þeirra eru brotin.“

„Það er áhyggjuefni að í samanburði við annað, má segja að þögn ríki um kynþáttahatur og kynþáttamismun og það í landi sem býr að langri reynslu af umburðarlyndi og hreinskilni,“ bendir vinnuhópurinn á.

Mannréttindahópurinn dvaldist í Svíþjóð 1.til 5.desember og heimsótti Stokkhólm, Malmö og Lund.

Vinnuhópurinn kynnir skýrslu með niðurstöðum sínum og ráðleggingum í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í september 2015.

Vinnuhópur sérfræðinga um fólk af afrískum uppruna var skipaður árið 2002. Sérfræðingarnir eru óháðir en eru skipaðir af Mannréttindaráðinu. 

Myndir: 1.) UN Photos 2.) Flickr Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-NC-SA 2.0)Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-NC-SA 2.0)