Selina Juul kosin Dani ársins

0
483
Selina Juul

Selina Juul

8. desember 2014. Selina Juul, danska baráttukonan gegn sóun matvæla, hefur verið kosin Dani ársins 2014 í kosningu blaðsins Berlingske Tidende.

Hún er forsprakki samtakanna Stop Spild af Mad (Stöðvum matarsóun) í Danmörku en hún hefur um árabil verið í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og Norrænu ráðherranefndina. Hún hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2013 og var sérstakur gestur fjölskylduhátíðarinnar Saman gegn matarsóun í Reykjavík í september síðastliðnum.

6900 lesendur greiddu atkvæði en einnig var dómnefnd með í ráðum. 1300 lögðu fram tillögur. Á meðal þeirra sjö sem voru tilnefndir voru meðal annars hinn nýi meðlimur Dana í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, erfingi Mærsk-stórfyrirtækisins og forstjóri Lego.

Selina Juul hefur með elju sinni og óbifandi trúa á hugmyndir sínar sýnt hvað einstaklingurinn getur áorkað í svo ríkum mæli að þess þekkjast fá dæmi,” sagði dómnefndin þegar hún var tilnefnd fyrr á þessu ári. 

Selina Juul kom til Danmerkur 13 ára gömul fyrir 20 árum ásamt móður sinni með tvær hendur tómar. Hún stofnaði „Stop Spild af Mad” án þess að hafa nokkurt fé handa á milli en hefur tekist að koma samtökunum á fót með starfi sjálfboðaliða og góðu samstarfi við smásala og veitingastaði.” Juul var í samkeppni við fráfarandi efnahagsmálaráðherra Margrethe Vestager sem nú er settst í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Ane Uggla, erfingja Mærsk, Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra Lego, hinn heimsþekkta vísindamann Eske Willerslev, René Redzepi, veitingamann hjá NOMA, og Benjamin Yeh, talsmann uppgjafa hermanna. 

Juul segir að áhuga sinn á því að fara sparlega með matvæli megi rekja til æskuáranna í Moskvu. Við sultum ekki heilu hungri í Rússlandi en það var

 mikið umrót sem meðal annars kom hart niður á dreifingu matvæla til stórborga, þannig að hyllurnar svignuðu ekki undan matvöru, eins og á Vesturlöndum,” sagði Selina Juul í viðtali við Berlingske Tidende.

 

Ég hef verið meðvituð um að maður á ekki að fleygja mat frá því ég var krakki og í Danmörku reiddist ég þegar bekkjarsystkini mín hentu matnum úr nestisboxinu í ruslatunnuna. Þegar ég vasr svo starfsnemi hjá bakar var ég hreint út sagt hneykslu yfir því hve miklu var hent.”

Mynd: Selina Juul í