Sameinuðu þjóðirnar fordæma valdarán í Níger

0
58
Níger
Níger. Mynd: Eskender Debebe/UN Photo.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega fordæmt valdarán hersins í Níger.

Alvarleg pólitísk kreppa ríki í vestur-Afríkuríkinu. Forsetinn Múhameð Bazoum er í haldi sinna eigin líffvarða. Landamærum ríkisins hefur verið lokað og valdaræningjar hafa lýst yfir að stjórnarskráin hafi verið felld úr gildi.

 Guterres segist hafa þungar áhyggjur af gangi máli, þar á meðal af öryggi Bazoums forseta. Hann hefur hvatt til að hann verði látinn laus þegar í stað og skilyrðislaust.

Bazoum forseti og Guterres
Bazoum forseti og Guterres. Mynd: UN Photo/Eskender Debebe

Aðalframkvæmdastjórinn hvetur jafnframt til þess að lýðræðisleg sjónarmið verði virt, snúið af vegi ofbeldis og sjónarmkið réttarríkis verði í hávegum höfð. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst samstöðu með lýðræðislega kjörinni stjórn Nígers og þjóðinni á erfiðum tímum.

Lýðræðisþróun í Níger

Á ýmsu hefur gengið með lýðræðislega þróun Nígers. Landið varð sjálfstætt 1960 og á köflum hafa þar ríkt herstjórnir og stjórnmálaástand verið óstöðugt. Hins vegar hefur á síðari árum verið viðleitni til að koma á stöðugra, lýðræðislegu kerfi með aukinni þátttöku fólks.

Kosning Bazoum 2021 var fyrsta skipti sem lýðræðisleg valdaskipti urðu í landinu eftir fjögur valdarán hersins eftir sjálfstæði frá Frakklandi 1960.