Samvinna um jafnrétti kynjanna í Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu

0
95
Búist er við að tveir milljarðar sjái leik í heimsmeistarakeppninni. Mynd: UN Women/FIFA.

Jafnrétti kynjanna. Knattspyrna. Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna UN Women og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hafa tekið höndum saman í tilefni af heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu.

Átakið beinist að því að efla jafnrétti kynjanna og berjast gegn misnotkun og mismunun í knattspyrnu. Heimsmeistarakeppnin fer fram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi 20.júlí til 20.ágúst 2023.

Búist er við að tveir milljarðar manna horfi á leiki í keppninni. Er þetta því einstakt tækifæri til að fagna árangri kvenna í íþróttum og berjast fyrir jafnrétti. Þrátt fyrir framfarir eiga konur við ramman reip að draga. Þær haf færri tækifæri, eru verr launaðar en karlar og keppnisaðastæður síðri. Og það sem Meira er, þurfa þær oft að sæta árásum innan og utan netsins, þegar þær ná árangri.

Knöttur
Jafnrétti er hluti af Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Hækkun verðlaunafjár

Til þess að mæta þessum áskorunum og berjast fyrir jafnrétti í knattspyrnu hefur FIFA hækkað verðlaunafé í heimsmeistarakeppni kvenna 2023 í 150 milljónir Bandaríkjadala. Hækkun verðlaunafjárins er liður í þriggja þrepa jafnréttis-áætlun með stuðningi herferðinnar „Knattspyrna sameinar heiminn,“  („Football Unites the World“ campaign).

UN Women og FIFA hafa sameinast um áköll til aðgerða. Í fyrsta lagi er hér um að ræða hvatningu um Sameiningu í þágu jafnréttis kynjanna („Unite for Gender Equality”) sem er viðurkenning á þvi að jafnrétti kynjanna feli í sér grundvallar mannréttindi og sé þýðingarmikið fyrir frið í heiminum. Annað ákallið er hvatning um að binda enda á ofbeldi gegn konum og mikilvægi þess að binda ena á þessum útbreiddu mannréttindarbrotum um víða veröld.

Mynd: © Unsplash/Jannik Skorna
Mynd: © Unsplash/Jannik Skorna

Vígorð þessara herferða verða áberandi á meðan keppninni stendur, hvort heldur sem er á armböndum fyrirliða, á ljósaskiltum eða á samfélagsmeðlum. Markmiðið er að vekja fólk til vitundar og styðja þessi þýðingarmiklu málefni.

Fimm aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa gengið til liðs við átakið en það eru Mennta-, vísinda og menningarstofnunin (UNESCO), Flóttamannahjálpin (UNHCR), Mannréttindaráðið, Matvælaáætlunin (WFP) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO).