Tölur benda til kraftminni baráttu gegn mansali

0
69
Fólk á gangi sést ógreinilega
Nútíma þrælakaupmenn nýta sér einstaklinga sem standa höllum fæti, búa við erfiða lagalega stöðu, lifa í fátækt og sæta misnunum. Mynd: Roma Kaiuk/Unsplash

Mansal telst glæpur gegn mannkyninu en þrifst enn víða um heim. Karlar, konur og börn flækjast í vef misnotkunar og þjáningar. Þessi nýja tegund þrælahalds viðurkennir engin landamæri og snertir sérhvert ríki, hvort heldur sem er, sem uppruna-, viðkomu- eða áfangastaðar fórnarlamba. 30.júlí er Alþjóðadagur til höfuðs mansali.

Markmið dagsins er að varpa ljósi á vaxandi hættu á mansali vegna alþjóðlegrar kreppu, átaka og félags- og efnahagslegs ójöfnuðar. Nútíma þrælakaupmenn nýta sér einstaklinga sem standa höllum fæti, búa við erfiða lagalega stöðu, lifa í fátækt og sæta misnunum.

Vígorð alþjóðadags til höfuðst mansali: „Náum til sérhvers fórnarlamba mansals, skiljum engann eftir” orðið
Vígorð alþjóðadags til höfuðs mansali: „Náum til sérhvers fórnarlamba mansals, skiljum engann eftir”.

Þróun sem veldur áhyggjum

Upplýsingar víða að benda til að hægagangur færist í aukana í réttarkerfi í glímunni við mansal. Af þessum sökum hefur þemað „Náum til sérhvers fórnarlambs mansals, skiljum engan eftir” orðið fyrir valinu sem þema alþjóðlega dagsins í ár.

Dregið hefur úr þrótti innlendrar baráttu við mansal,  einkum í þróunarríkjum. Afleiðingin er sú að 2020 fækkaði þeim tilfellum þar sem upp komst um mansal um 11% og dómum fækkaði um 27%, sem bendir til að hægst hafi á viðbrögðum réttarkerfisins.

COVID-19 hefur átt sinn þátt í að ástandið hefur versnað og mansal hefur færst enn dýpra undir yfirborðið og því eiga yfirvöld erfiðara með að grípa í taumana. 41% fórnarlamba sem sleppa, gera það af eigin rammleik, og er það til vitnis um að viðbrögðin við mansali sé ófullnægjandi.

Fíkniefna- og glæpaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur hleypt af stokkunum Bláa hjartanu. Bláa hjartað er herferð sem miðar að því að vekja fólk til vitundar um og berjast gegn mansali og áhrifum þess á samfélagið.

Að ná til allra fórnarlamba

Þemað „Að skilja engan eftir” er auðvitað bergmál af fyrirheitum í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Í samhengi við mansal er fólk skilið eftir þegar ekki hefur verið bundinn endir á misnotkun fórnarlamba. Sama gildir þegar ekki er stutt við bakið á fólki sem sloppið hefur úr klóm þrælasalanna og þegar hópar, sem eru berskjaldaðir gagnvart þeim, njóta ekki verndar.

„Okkur ber að fjárfesta meira í greiningu og vernd. Við verðum að efla löggæslu til að draga þá sem versla með manneskjur fyrir dóm. Og við verðum að hjálpa fórnarlömbum að endurreisa líf sitt,“ segir António Guterres í ávarpi í Alþjóðadegi til höfuðs mansali.

Sjá einnig hér.