Selina Juul: Daninn sem þoldi ekki sóun

0
207
Alþjóðlegur dagur engrar sóunar
Selina Juul hlaut Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2013. Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

MatarsóunFimmtán ár eru liðin frá því að danska áhugakonan Selina Juul skar upp herör gegn matarsóun. Á þessum tíma hefur barátta hennar ekki aðeins náð eyrum landa hennar, heldur einnig vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. 30.mars er Alþjóðlegur dagur engrar sóunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.   

Stöðvum matarsóun

31.júlí 2008 hófst Juul handa við að berjast fyrir málefni sem snertir okkur öll: matarsóun. Hún bjó til Facebook-hóp og á aðeins tveimur vikum hafði hún náð athygli fjöðlmiðla. Og tveimur mánuðum síðar hafði tekist að sannfæra norrænu lággjaldaverslunina REMA 1000 í Danmörku um að hætta smám saman að veita magnafslætti. Talið er að slíkir afslættir stuðli að verulegri sóun.

Selina í verslun.Andreas Mikkel Hansen/norden.org

Frá þeim tíma hefur Juul komið að ýmsum verkefnum í Danmörku og erlendis. Hún hefur talað á ráðstefnum víða, þar á meðal í Vatíkaninu. „Það er nánast óraunverulegt hversu stórt þetta er orðið. Maður hefði ekki látið sér detta þetta í hug fyrir fimmtán árum,“ sagði hún.

En hvers vegna beindi Juul spjótum sínum sérstaklega að matarsóun? Hún segir að þetta hafi skipt sig máli persónulega og að málefnið hafi ekki verið tekið alvarlega á þeim tíma. Þess vegna hafi hún séð tækifæri til að fitja upp á einhverju nýju í þágu þarfs málefnis.

Sameinuðu þjóðirnar og sóun

Selina Juul leggur áherslu á að matarsóun snúist um siðferði. Það sé ólíðandi að fleygja mat á meðan fólk í öðrum löndum líði hungur. Sameinuðu þjóðirnar hafa í sívaxandi mæli beint sjónum sínum að matararsóun og sóun yfirleitt. Þetta er í samræmi við þann málflutning António Guterres aðalframkvæmdastjóra að matarsóun og eyðsla sé „siðferðilegur smánarblettur.“

Sameinuðu þjóðirnar halda í fyrsta skipti upp á Alþjóðlegan dag engrar sóunar 30.mars. Markmiðið er að vekja athygli á og efla sjálfbæra neyslu og framleiðslu. Einnig að styðja við bakið á samfélagslegum breytingum með það að markmiði að draga úr neyslu, og auka endunýtingu. Loks er vitundarvakning á meðal almennings og neytenda á dagskrá um með hvaða hætti engin sóun stuðlar að því að efla Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun.

Sóun hefur neikvæð áhrif á þá þreföldu vá sem við er að glíma um allan heim: loftslagsbreytinggar, fjölbreytni lífríkisins og mengun. Talið er að 2.24 milljarða tonna sorp komi frá heimilum árlega. Unnið er úr aðeins 55% af þessu mikla magni. Á hverju ári tapast eða er sóað 931 milljónum tonna af matvælum. Þá enda 14 milljónir tonna af plasti í vatni og mikill hluti þess á endanum í hafinu.

Mikil ólaunuð vinna

Alþjóðlegur dagur engrar sóunar
Mynd: Jas Min/Unsplash

Enginn skyldi ætla að grettistaki sé lyft í einni svipan. „Fyrstu átta árin vann ég launalaust á daginn. Síðdegis og á kvöldin vann ég sem einyrki við grafíska hönnun. Þannig skapaði ég mér tekjur en þetta var mikil vinna á báðum vígstöðvum.“

Vinnusemi er lykilorð, því Juul þurfti að leggja heilmikið á sig til að koma frumkvæði sínu Stöðvum matarsóun (Stop spild af mad) á koppinn.

Að mati Juul krefst það ábyrgrar, trúverðugrar forystu og jafnframt þess að missa ekki sjónar á langtíma markmiði, „þrátt fyrir litlar hindranir á leiðinnni.” Og auðvitað þarf mælsku og samskiptafærni til að tala á ráðstefnum eða við fjölmiðla.

Alþjóðlegur dagur engrar sóunar
Mynd: Keld Navntoft

Þá er ótalið mikilvægi þess að sjá verkefnið í stærra samehengi og til lengri tíma. Þannig kýs Selina Juul að láta kalla sig frumkvöðul fremur en baráttukonu. „Orðið baráttukona er reyndar jákvætt orð í eðli sínu, en það hefur breyst. Í dag heldur fólk að það feli í sér að hella tómatsúpu yfir Rembrandt-málverk eða álíka. Ég skil vel óþol ungs baráttufólks, en slíkar aðferðir vinna gegn markmiði sínu. Það sem til þarf er langtímabarátta og jákvæður boðskapur.“

Boðskapurinn jákvæði hefur skilað sér í því að Stöðvum matarsóun starfar með fjölbreyttum hóp samstarfsaðila. „Við erum ekki þannig gerð að við skömmum fólk hist og her,“ segir Juul og með þessum hætti geta samtökin náð til „miklu fleiri aðila.“

Juul leggur áhersla á að stuðbundinn boðskapur geti skipt sköpum á heimsvísu. BBC gerði stutt innslag fyrir heimildarmynd, þar sem Juul talaði um afleiðingar matarsóunar í heiminum og hvernig starf hennar með samtökunum hefði hrundið af stað hugarfarsbreytingu í Danmörku.

Heimsmarkmið 12

Á stuttum tíma höfðu 30 milljónir horft á myndbandið á Facebook. Þetta sýnir hvernig staðbundið átak getur haft „fiðrildaáhrif“ um víða veröld.

Árið 2022 bauð FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna Juul til að tala á alþjóðlegri ráðstefnu í Düsseldorf. Þetta var upphafið að starfi hennar fyrir átak Sameinuðu þjóðanna SAVE FOOD. Hún er einnig einn af boðberum svokallaðs 12.3 hóps. Hann er samstarfsverkefni eisntaklinga, samtaka og ríkisstjórna um að hrinda í framkvæmd lið 12.3 í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þess efnis að tryggja “sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstu.“

Þetta er einmitt þema fyrsta Alþjóðlega dags engar sóunar.