125 krónur til að bjarga Sýrlendingum frá sulti

0
442

Flickr European Commission

4. desember 2014. Fyrir 64 milljónir manna er þetta einn Bandaríkjadalur eða 125 krónur á dag. Fyrir 1.7 milljónir sýrlenskra flóttamanna er þetta spurning um líf eða dauða.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) neyddist til að stöðva matvælaaðstoð við nærri 1.7 milljón sýrlenskra flóttamanna á mánudag vegna fjárskorts. Nú biðja Sameinuðu þjóðirnar almenning um að láta fé af hendi rakna til að safna þeim 64 milljónum Bandaríkjadala sem þarf til að brauðfæða flóttamennina í desember. Herferðin, sem hefst í dag stendur yfir í 72 tíma. Einn Bandaríkjadalur er andvirði 125 króna en margt smátt gerir eitt stórt og ef 64 milljónir láta þessa upphæð renna til flóttamannanna, er til nægt fé til að brúa bilið þennan mánuð. 

syria-lifeline-440x220„Andvirði eins dollars skiptir máli. Fyrir ykkur er þetta bara einn dollar eða 125 krónur, en fyrir þau er þetta lífsspursmál.Við vitum að hörmungar annara skipta fólk máli og nú biðjum við um að sýna þetta í verki og láta þessa lágu upphæð af hendi rakna til nauðstaddra Sýrlendinga,” segir Ertharin Cousins, forstjóri WFP. „Allt sem þarf er að 64 milljónir gefi einn dollara á mann.”

syria-lifeline-180x180 1Fólk um allan heim er beðið um að sýna gjafmildi sína með því að smella á þennan tengil (wfp.org/forsyrianrefugees) og/eða heimsækja heimasíðu WFP (www.wfp.org), en á báðum stöðum er hægt að greiða með greiðslukorti.

Þeir sem vilja leggja málinu lið geta einnig skipt um mynd af sér á Twitter og Facebook en niðurhalanlegar myndir með áskorun um að láta einn dollar renna til söfnunarinnar er að finna í réttum stærðum á þessari vefsíðu (wfp.org/forsyrianrefugees).

Starf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) er í verulegri hættu vegna fjárskorts. Mánudaginn 1.desember tilkynnti stofnunin að hún gæti ekki lengur gefið út matarmiða (food vouchers) fyrir sýrlenska flóttamenn í Jórdnaíu, Líbanon, Tyrklandi og Egyptalandi en þetta eru alls 1.7 milljónir manna. Flóttamönnunum hefur verið úthlutað “rafrænum matarmiðum” að andvirði um $30 dollara (3750 ISK) á hvern fjölskyldumeðlim til að kaupa mat í verslunum. Án þessara ávísana á mat blasir hungur við mörgum fjölskyldum sem nú þegar eiga erfitt uppdráttar vegna vetrarhörku. Afleiðingar þess ef aðstoð verður hætt, eru skelfilegar. Syria Refugee Child

WFP þafnast 64 milljóna dollar nú þegar til að hefja útgáfu matarmiða að nýju í desembermánuði. Berist fé í þessum mánuði er WFP ekkert að vanbúnaði að hefja mataraðstoðina að nýju.

Frá því átökin í Sýrlandi hófust árið 2011, hefur Matvælaáætluninni tekist að koma mat til nauðstaddra flóttamanna innan Sýrlands og til um 1.8 flóttamanna í nágrannaríkjunum Líbanon, Jórdaníu, Tyrklandi, Írak og Egyptalandi.
# # #

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, (WFP) er stærsta mannúðarstofnun heims í baráttunni við hungur um allan heim. Hún útvegar mataraðstoð til að mæta neyðarástandi og vinnur með heimamönnum að því að bæta næringu og efla þrek. Árið 2013 aðstoðaði WFP meir en 80 milljónir manna í 75 löndum.