Sjálfsmorð á 40 sekúndna fresti

0
598

 

map suicide

10.september 2013. Á hverju ári fellur ein milljón manna fyrir eigin hendi eða ein manneskja á 40 sekúndna fresti. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að sjálfsvíg séu meiri háttar heilbrigðisvandamálum í hátekjuríkjum og vaxandi vandamál í lág- og meðaltekjuríkjum.

Alþjóðlegur dagur gegn sjálfsvígum er í dag og er það í ellefta skipti sem hann er haldinn. Þema dagsins að þessu sinni er “Smán: Þrándur í götu varna gegn sjálfsvígum”. Mikil skömm er tengd sjálfsmorðum. Skortur er á aðgangi að viðeigandi umönnun og á það sinn þátt í að auka þá skömm sem tengist geðsjúkdómum.

Ráðast má að rótum vandans með ýmsum hætti. Það er nauðsynlegt að upplýsa fólk um sjálfsmorð og geðsjúkdóma en þó ekki nóg. Mikilvægt er að berjast gegn fordómum gegn geðsjúkdómum og tryggja að þeim sé ekki mismunað sem glíma við slíkt.

Þótt nokkuð hafi dregið úr sjálfsvígum eru þau enn algeng á Norðurlöndum. Finnar fremja oftast sjálfsmorð eða 16.1 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa á ári.

Skilvirkar varnir gegn sjálfsvígum krefjast þverfaglegra aðgerða. Á Norðurlöndum tengjast sjálfsvíg oft þunglyndi og áfengisneyslu. Sýnt hefur verið fram á að fullngæjandi forvarnir og meðferð andlegra heilbrigðisvandamála auk eftirmeðferð þeirra sem reynt hafa að taka líf sitt, getur dregið úr tíðni sjálfsmorða.

Sjá nánar hér: http://www.who.int/mental_health/prevention/suicide/suicideprevent/en/
http://www.iasp.info/wspd//

Mynd: Lönd sem merkt eru með rauðu hafa hæsta tíðni sjálfsmorða. Mynd: WHO.