Skynjum tækifærin innanum vandamálin

0
456

Stockholm  40 124. apríl 2012: Karl Gústaf Svíakonungur hvatti þátttakendur til að “breyta vandamálum í tækifæri” í opnunarræðu sinni á svokallaðri “Stokkhólmur + 20” ráðstefnunni sem hófst mánudaginn 23. apríl.
„Við verðum að vera nægilega snjöll til að skynja tækifærin í þeim vandamálum sem við er að glíma,” sagði konungur og lagði áherslu á hlutverk unga fólksins í þessari viðleitni.
Sænska ríkisstjórnin stendur að baki alþjóðlegri þriggja daga ráðstefnu til að minnast Stokkhólms-fundarins fyrir 40 árum sem kom “umhvefismálum og sjálfbærni á landakort stjórnmálanna”, eins og Svíakonungur komst að orði.
Sérfræðingar, vísindamenn og ráðherrar frá meir en 60 ríkjum sækja Stokholm + 20 ráðstefnuna en hún er síðasti vettvangur óformlegra ráðherrafunda fyrir Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Brasíliu í júní.


Ráðstefnan í Rio de Janeiro, hin svonefnda Rio+20 fylgir eftir hinum merka Jarðarfundi (Earth Summit) í brasilísku borginnni sem efldi umhverfishreyfingu heimsins og greiddi leiðina fyrir Kyoto-viðaukanum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.   
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna  Sha Zukang, sem jafnframt er framkvæmdastjóri  Rio+20 benti á í ræðu sinni í Stokkhólmi að frá því ráðstefnan var haldin 1972 hefði mannfjöldi heimsins nær tvöfaldast og hagkerfi heimsins þrefaldast að stærð en jafnframt hefði helmingi skóglendis verið eytt, gengið hefði verið á grunnvatnið og fjölbreytni lífríkisins minnkað.
 “Við höfum fengið meira en eina plánetu að láni og lifum á lánstíma.”
 Sha sagði blaðamönnum í Stokkhólmi að nauðsynlegt væri að koma upp stöðluðu mati á því hvernig ríki stæðu við skuldbindingar sínar í umhverfismálum og hvatti til þess að þetta yrði gert á Rio-fundinum.
“Við þurfum á einhvers skonar reikningsskilum að halda”, sagði hann og kvaðst vonast til að þetta myndi skapa “vinsamlegan þrýsting” á ríki sem dregist hefðu aftur úr í skuldbindingum sínum til að leggja fram sinn skerf í átt til grænna hagkerfis.
Á meðal ræðumanna í Stokkhólmi er  Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
 Fyrir utan öll ræðuhöldin hefur verið efnt til tískusýningar á ráðstefnustað í Stokkhólmi en þar sýnir hönnuðurinn Margunn Venneböe fyrstu tískulínuna sem unnin er algjörlega úr endurnýtanlegum efnum.

Mynd: Martina Hubert/Regeringskansliet