Sóun matvæla kostar 750 milljarða dala á ári

0
509

a food waste

 11.september 2013. 1.3 milljónum tonna matvæla er sóað í heiminum á hverju ári.

Þetta hefur ekki aðeins í för með sér fjárhagslegt tap, heldur veldur einnig miklum spjöllum á náttúruaðulindum sem mannkynið nýtir til að brauðfæða sig, segir í nýrri skýrslu FAO, Matvæla og landbúnðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem birt er í dag.  Skýrslan er byggð á fyrstu rannsókn sem miðar að því að kanna áhrifa matvælasóunar á umhverfið og þá sérstaklega loftslagsbreytingar, notkun vatns og lands og fjölbreytileika lífríkisins. 

Meira vatn fer í framleiðslu matvæla sem fara til spillis óetin, en sem nemur árlegu streymi rússneska stórfljótsins Volgu. Sú framleiðsla sem fer til spillis veldur losun 3.3 milljóna tonna af gastegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum.
Beint efnahagslegt tap framleiðenda matvæla sem fara til spillis (að undanskildum fiski og öðru sjávarfangi) er metið á 750 milljarða Bandaríkjadala.
“Við verðum öll, bændur jafnt sem fiskimenn; matvælaframleiðendur og stórverslanir; sveitastjórnir og ríkisstjórnir, auk neytenda; að vinna að breytingum á hverju stigi málsins til að koma í veg fyrir sóun matvæla og í versta falli endurnýtingu þeirra,” segir José Graziano da Silva, forstjóri FAO.
“Þetta er ekki aðeins spurning um umhhverfisspjöll, heldur er hér á ferðinni siðferðilegt álitamál: Við getum hreinlega ekki liðið að þriðjungur framleiddra matvæla fari til spillis á sama tíma og 870 milljónir manna líða hungur á hverjum degi,” bætti hann við.
FAO birtir með skýrslunni “verkfærasett” eða ráðleggingur um hvernig megi minnka sóun og tap matvæla á hverju stigi fæðukeðjunnar frá framleiðanda til neytanda.
Achim Steiner, forstjóri UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að baráttan gegn sóun matvæla feli í sér umtalsvert efnahagslegt tækifæri sem um leið sé skref í átt til kolefnasnauðari og skilvirkari nýtingu auðlinda. “Þessi góða skýrsla FAO undirstrikar að það má hafa verulegan ávinning víða og oftar en ekki með einföldum en vel hugsuðum aðgerðum á heimilum, í dreifingu, veitingahúsum, skólum og fyrirtækjum. Slíkt er mikilvægt framlag til sjálfbærs umhverfis, efnahagslegra umbóta, fæðuöryggis og því að draga úr hungri í heiminum,” segir Steiner.
UNEP og FAO standa í sameiningu að átakinu Think.Eat.Save – Reduce you foodprint til höfuðs sóun matvæla.

Mynd:  Flickr, (CC BY 2.0