SÞ 70 ára: Frá San Francisco til Parísar

0
445
UNBlue Pisa

UNBlue Pisa

24.október 2015. Árna Snævarr skrifar: Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna í dag sjötugsafmæli sínu, eru í hugum flestra Íslendinga á meðal óumdeildustu alþjóðasamtaka og á Íslandi hefur frá upphafi verið pólitísk samstaða um aðildina.

UN70 Logo Icelandic horizontal outlinedÍ tilefni dagsins verða Forsætisráðuneytið, Ráðhús Reykjavíkur og Tónlistarhúsið Harpa böðuð hinum bláa opinbera lit Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Friðarsúlan lýsir himininn bláan samtökunum til heiðurs.

Athyglisvert er að engin viðlíka gagnrýni hefur komið fram á að Ísland undirgangist « yfirþjóðlegt vald » í tilfelli Sameinuðu þjóðanna og verið hefur í umræðum um Evrópumál. Engu að síður er Ísland skuldbundið af ákvörðunum og ákvarðanaleysi Öryggisráðs samtakanna án þess að hafa neitt um þær að segja.

Kórea Þannig má færa rök fyrir því að Ísland hafi orðið óbeinn þátttakandi í Kóreustríðinu örfáum árum eftir Íslendingar neituðu að gerast stofnaðilar að samtökunum vegna kröfu um að segja Þjóðverjum stríð á hendur. Síðar hafa Persaflóastríðið fyrra og íhlutun NATO í Líbíu byggst á ályktunum Öryggisráðsins, að ekki sé minnst á viðskiptaþvinganir t.d.gegn Írak, svo nýrri dæmi séu nefnd.

Þetta þýðir hins vegar ekki að samtökin, starf þeirra og ákvarðanir hafi verið hafin yfir gagnrýni ; hvorki hérlendis né annars staða – síður en svo. Sumum hefur þótt ankannalegt að sjá einræðisherra spóka sig í fundarsölum, samtaka sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi; þróunarrikjum hafa þótt vestræn sjónarmið og gildi allsráðandi. Skriffinnska hefur verið gagnrýnd ótæpilega, sem og kynferðisafbrot friðargæsluliða.

BosniaRáðaleysi við að stöðva blóðsúthellingar og þjóðarmorð (Sýrland, Júgóslavía, Rúanda og fl.) hefur verið harðlega gagnrýnt og það réttilega. Á árum kalda stríðsins sættu Sameinuðu þjóðirnar ámæli fyrir að vera handbendi Bandaríkjamanna, en Bandaríkjamenn hafa á hinn bóginn alla tíð haft óbeit á að framselja vald til yfirþjóðlegra samtaka.

Það gleymist oft í umræðunni aðargar ákvarðanir sem teknar hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa haft umtalsverð áhrif á Íslandi, ekki síst ýmsir sáttmálar þeirra. Fyrst er þar að telja Mannréttindayfirlýsinguna frá 1948 sem segja má að sé undirstaða allrar mannréttindalögjafar jafnt hérlendis sem annars staðar.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er að sama skapi grundvöllur alls sem viðkemur nýtingu hafsins og lögðu Íslendingar fram sinn skerf við samningu hans.

Ráðstefnur og samþykktir Sameinuðu þjóðanna hafa einnig skipt verulega máli í jafnréttismálum hér á landi sem annars staðar. Beijing

Þá er ástæða til að nefna hina svokölluðu Jarðarráðstefnu í Rio 1992. Þar hófst það ferli sem leiddi til samþykktar Sjálfbærra þróunarmarkmiða í síðasta mánuði, Kyoto-bókunarinnar og vonandi Parísarsáttmála um loftslagsmál í lok þessa árs.

Sjálfbæru þróunarmarkmiðin hafa ekki verið krufin til mergjar á opinberum vettvangi á Íslandi og mörgum spurningum er ósvaraða um útfærsluna.

The Goals2Nefna má sem dæmi að öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, heita því að minnka um helming hlutfall þeirra sem búa við fátækt, samkvæmt skilgreiningu hvers lands fyrir sig. Ef miðað er við skilgreiningu OECD þá teljast tæplega 8% heimila á Íslandi undir þeim fátækramörkum, eða 24.500 manns Fækkun um helming snerti þá um 12250 manns.

Þá hefur Ísland skuldbundið sig í Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum til að minnka ójöfnuð innanlands, stórauka þróunaraðstoð (ná 0.7% takmarki SÞ), helminga matarsóun og afnema hvers kyns útflutningsbætur eða „aðrar sambærilegar aðgerðir.“ Ljóst er að margar leiðir eru að þessum markmiðum og því ekki æskilegt að meiri umræða verði um þessi mál á opinberum vettvangi en fram að þessu.

Sama máli gegnir um loftslagsmálin. Kyoto-bókunin hefur verið viðmið við ákvarðanir um stóriðju og í umhverfisvernd, enda takmarkar hún magn losunar koltvíserings út í andrúmsloftið. Gera má ráð yfir að skuldbindingar Íslands í væntanlegum loftslagssáttmála, marki stefnu okkar í þessum málaflokkum fram til 2030, en öll kurl eru enn ekki komin til grafar.

Ríkisstjórnin hefur lýst vilja Íslands til að taka þátt í því markmiði Evrópusambandsins og Noregs í að minnka losun koltvýserings um 40% en umræða um hvernig þetta verður gert er á frumstigi.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir að verkefnið framundan sé byltingarkennt : að þoka hagkerfi heimsins frá þeim orkugjöfum sem við höfum reitt okkar á frá því í iðnbyltingunni og yfir í hreina, græna orku.

Magnús Stephensen, dómstjóri hóf útgáfu Minnisverðra tíðinda, fyrsta íslenska fréttablaðsins 1796 til að segja fréttir af frönsku byltingunni. Óskandi væri að arftakar hans í íslenskum fjölmiðlum láti ekki deigan síga í því að greina okkur frá grænu byltingunni sem fram undan

(Birtist fyrst í Norræna vefriti UNRIC; myndin var tekin þegar Skakki turninn í Pisa var lýstur upp í bláu í tilefni af sjötugsafmæli SÞ)