SÞ taka þátt í stund jarðar

0
457
alt

altStund jarðar – Earth Hour 2011, verður haldin laugardagskvöldið 26. mars frá klukkan 20.30 til 21.30 til að lýsa stuðningi við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Sameinuðu þjóðirnar leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Ljós verða slökkt frá á öllum byggingum Sameinuðu þjóðanna um allan heim, þar á meðal í höfuðstöðvunum í New York.

“Með því að slökka á ljósunum í 60 mínútur, gefur hvert mannsbarn skýr skilaboð um hvaða breytinga við væntum í heiminum,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni Stundar jarðar. 

Hundruð millljóna í 128 löndum tóku þátt í þessari uppákomu á síðasta ári og er þetta talið eitt fjölsóttasta vitundarvakningar átak sem um getur í heiminum. Almannasamtökin WWF skipuleggja Stund jarðar og má finna nánari upplýsingar á http://www.earthhour.org

Höfuðstöðvar SÞ í New York myrkvaðar á Stund jarðar 2010. SÞ-mynd: Paulo Filgueiras