Stelpur skora!

0
481
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa hleypt af stokkunum herferð sem gengur undir nafninu: Stelpur skora!

Herferðin er haldin í tengslum við Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu í Kína 2007. Markmiðið er að nota kraft íþrótta, sérstaklega knattspyrnu, til að efla menntun, jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna. “Langtímasamstarf FIFA og UNICEF á rætur að rekja til sameiginlegra markmiða þeirra að beita sér fyrir réttindum barna, sérstaklega stúlkna. Knattspyrna hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem tæki til að efla aðlögun, menntun og samskipti og getur á þann hátt stuðlað að betri framtíð,” segir Joseph S. Blatter, forseti FIFA. Sjá nánar: http://www.unicef.org/china2007/index_40818.html