Sjálfsvíg er framið á 30 sekúndna fresti

0
463

Kastljósinu er að þessu sinni beint að baráttu gegn sjálfsvígum frá æsku til elli á Alþjóðlega baráttudeginum gegn sjálfsvígum 10. september. Þetta þema var valið til að leggja áherslu á að fólk á öllum aldri fremur sjálfsvíg og því ættu aðgerðir á hverjum stað að taka tillit til mismunandi þarfa ólíkra aldurshópa.  

Alþjóðlegi baráttudagurinn gegn sjálfsvígum er tækifæri fyrir fólk til að sameinast um skuldbindingar og aðgerðir til að hindra sjálfsvíg. Tryggja þarf fólki sem á við geðræn vandamál að stríða viðunandi aðhlynningu og sjá til þess að fólki sem reynir að svipta sig lífi sé boðið upp á hjúkrun í sínu eigin samfélagi og fylgst sé náið með því í kjölfarið. Jafnframt að reynt sé að að hindra að fólki hafi aðgang að hverju því sem hægt er að nota til að taka líf sitt. Umfjöllun fjölmiðla ætti að stilla í hóf. 

Allt of margt fólk á öllum aldri sviptir sig lífi að óþörfu. Að meðaltali svipta 3000 manns sig lífi á hverjum degi. Á þrjátíu sekúndna fresti er dimmum skugga varpað á líf fjölskyldna og vina vegna sjálfsvígs Fyrir hvern einn sem sviptir sig lífi, gera 20 eða fleiri tilraun til þess. Fjölskyldur og vinir þeirra sem fremja sjálfsvíg eða reyna slíkt geta þurft að glíma við tillfinningalegar afleiðingar svo árum skiptir. 

Fólk er að vakna til vitundar um sjálfsvíg sem umtalsvert heilbrigðisvandamál, jafnvel þótt bannhelgi hvíli yfir því að rætt sé um þetta vandamál opinskátt í mörgum samfélögum.  Sjálfsvígum hefur fjölgað um 60% á heimsvísu á síðustu fimmtíu arum og fjölgunin hefur orðið mest í þróunarríkjum. Sjálfsvíg eru á meðal þriggja algengustu dánarorsaka ungs fólks á aldrinum 15-34 ára í heiminum. Engu að síður er meirihluti þeirra sem svipta sig lífi fullorðnir og roskið fólk (60 ára og eldra).