Stund sjálfbærni er runnin upp

0
511
SDG2 UN DAY1

SDG2 UN DAY1

24.október 2016. Sameinuðu þjóðirnar eiga afmæli í dag – sjötíu og eins árs gamlar.

Þennan dag árið 1945 gekk Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna í gildi þegar tilskilinn fjöldi ríkja hafði staðfest hann og þar með gátu samtökin hafið störf.

Sáttmálinn sjálfur var undirritaður 26.júní 1945 að lokinni undirbúningsráðstefna um stofnun Sameinuðu þjóðanna í San Francisco í Bandaríkjunum. Íslendingar fengu aðild að Sameinuðu þjóðunum þann 19. nóvember 1946

Dagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn ár hvert á afmælisdeginum. Að þessu sinni er athyglinni beint að því hvað hver og einn einstaklingur getur gert til þess að Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum verði náð. 

SDG2 Donate1Á meðal ráðlegginga eru þessi: gefið öðrum það sem þið notið ekki sjálf (Heimsmarkmið 1: Engin fátækt); Forðist að henda mat (Heimsmarkmið 2: Ekkert hungur); Bólusetjið fjölskylduna (Heimsmarkmið 3: Stuðla að heilbrigðu líferni). Veggspjjöld um þetta þema má nálgast hér.

Að venju verður Dagsins minnst með tónleikum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með kóreskri þjóðlagatónlist, og Lang Lang, Harlem gospelkórinn og Ríkisópera Ungverjalands ásamt sópransöngkonunni Andrea Rost koma fram. Þema tónleikanna er „Frelsi í fyrirrúmi“.“

Þetta er síðasti Dagur Sameinuðu þjóðanna með Ban Ki-moon við stjórnvöldinn.

„Ég vil þakka fólki um allan heim fyrir stuðninginn og hvet alla til að standa þétt við bakið á António Guterres, nýkjörnum aðalframkvæmdastjóra, í áframhaldandi viðleitni við að tryggja frið í heiminum, hlúa að sjálfbærri þróun og efla virðingu fyrir mannréttindum,” segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu á degi Sameinuðu þjóðanna.