Súdan: Sendimenn á leið til Darfur til að reyna að blása nýju lífi í friðarferlið

0
523

6. febrúar  2007 – Sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna fyrir Darfur og starfsbróðir hans hjá Afríkusambandinu munu halda í sameiningu til Súdans í næstu viku í því skyni að reyna að blása nýju lífi í friðarferlið í þessu stríðshrjáða hérað.
Jan Eliasson og erindreki Afríkusambandsins Salim Ahmed Salim halda á mánudag til Khartúm, höfuðborgar landsins og Darfurhéraðs í því skyni að ræða við ríkisstjórnina og fulltrúa þeirra uppreisnarhópa sem ekki undirrituðu Darfur-friðarsamninginni í maí á síðasta ári.

Sendisveit SÞ í Súdan (UNMIS) tilkynnti sex daga ferð þeirra ídag. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri tjáði Öryggisráðinu að það væri brýnt að stöðva átök því ella yrðu óviðunandi tafir á því að koma mannúðarástand til millljóna fórnarlamba.
Ban ræddi ferð sína til Afríku á dögunum á fundi sem haldinn var fyrir luktum dyrum. Þar ræddi hann málefni Darfur við leiðtoga Afríkusambandsins á leiðtogafundi þess í Addis Ababa. Ban tjáði öryggisráðinu að hægagangur í þessu máli yrði ekki liðinn.
“Við megum engann tíma missa. Fólkið í Darfur hefur beðið nógu lengi”, hafði talskonan Michele Montas eftir framkvæmdastjóranum.
Ban sagðist búast við “jákvæðum og skýrum” svörum frá Bashir, forseta Súdans við bréfi sem hann sendi honum í síðasta mánuði. Þar útlistaði framkvæmdastjórinn hugmyndir um sameiginlega friðargæslusveit SÞ og Afríkusambandsins, uppbyggingu hennar og fjármögnun.
Margir uppreisnarhópar undirrituðu ekki Darfur-samkomulagið á síðasta ári og bardagar hafa geysað áfram. Nærri 4 milljónir manna eru háðar mannúðaraðstoð og óttast er að átökin breiðist út til nágrannaríkjanna Tsjad og Miðafríkulýðveldisins.
Eliasson ferðaðist til Súdans, þar á meðal Darfur, í síðasta mánði og hvatti deilendur til að leggja niður vopn og greiða þannig fyrir pólitísku samkomulagi til að binda enda á átökin.
Eliasson er fyrrverandi forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar.