Suður-Súdan: Friðargæsluliðar rannsakaðir

0
494
South Sudan resized

South Sudan resized

17.ágúst 2016. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafi látið hjá líða að vernda hjálparstarfsmenn sem ráðist var á með ofbeldi og sumum nauðgað. Atburðurinn átti sér stað steinsnar frá herstöð friðargæsluliðsins í Juba í Suður-Súdan.

Einn lést þegar einkennisklæddir men réðust inn á hótel sem hýsti hjálparstarfsmenn í Juba og fóru um rænandi og ruplandi og nauðguðu fjölmörgum konum.

Aðalframkvæmdastjórinn Ban Ki-moon hefur ákveðið að fram fari sérstök óháð rannsókn á þessum og öðrum atburðum og leggi mat á viðbrögð friðargæslusveitar Sameinuðu þjóðanna.

Að sögn talsmann Ban, er aðalframkvæmdastjórinn felmtri sleginn yfir niðurstöðum frum-athugunar Sameinuðu þjóðanna á árásinni á Terrain hótelið í höfuðborg Suður-Súdan og hefur þungar áhyggjur af ásökunum á hendur sveit Sameinuðu þjóðanna (UNMISS) um að hún hafi ekki brugðist við á fullnægjandi hátt til að hindra þessar og aðrar grófar kynferðislegar árásir í borginni.

Mynd: Fólk leitar skjóls fyrir átökum stríðandi fylkinga í Juba. UN Photo/Eric Kanalstein