Þar sem herþjónusta getur varað lífstíð

0
517
Eritrea forgotten tank Flickr Andrea Moroni CC BY NC ND 2.0

Eritrea forgotten tank Flickr Andrea Moroni CC BY NC ND 2.0

Apríl 2015. Vettvangsheimsókn rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í Erítreu til Svíþjóðar staðfesti mynstur mannréttindabrota í landinu á norð-austurodda Afríku.

Svíþjóð hýsir eitt stærsta samfélag Erítreubúa í Evrópu, rúmlega 10 þúsund manns. 

Eritrea commission of Inquiry SMALLRannsóknarnefndin á að skila lokaskýrslu til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í júní 2015 sem kann að skipta miklu máli um afdrif þúsunda hælisleitenda frá Erítreu í Evrópuríkjum.

16.mars, degi fyrir Svíþjóðaheimsóknina (17.til 19.mars) kynnti rannsóknarnefndin munnlega áfangaskýrslu í Mannréttindaráðinu.

Í Svíþjóð heyrðu nefndarmennirnir þrír, Mike Smith frá Ástralíu, Sheila B. Keetharuth frá Máritius og Victor Dankwa frá Gana, vitnisburð um 40 einstaklinga í trúnaðarsamtölum og á fundum.

Mike Smith, formaður nefndarinnar sagði Norræna fréttabréfinu að viðtölin í Svíþjóð hefðu þjónað þeim tilgangi að afla upplýsinga um mannréttindabrot sem snerta ýmis grundvallaratriði svo sem persónufrelsi, ótímabundna herþjónustu, útbreiddar geðþótta handtökur og fangavist og slæma meðferð og pyntingar jafnt á meðan á herþjónustu stendur sem í fangelsum.

Haft í hótunum við útlaga

„Eitt atriði sem við höfðum sérstakar áhyggjur af í Svíþjóð voru hótanir og njósnir um samfélag Erítreumanna í landinu, sagði Smith, formaður nefndarinnar. „Nefndinni bárust upplýsingar um mörg dæmi um alvarlegar hótanir, þar á meðal líflátshótanir.“

Mannréttindaráðið ákvað í júní 2014 að stofna rannsóknarnefnd til eins árs til að kanna ásakanir um meint mannréttindabrot í Erítreu. Skipan slíkra rannsóknarnefnda heyrir til undantekninga.

Nefndin hefur enn að minnsta kosti, ekki getað sótt Erítreu heim, en Svíþjóð var sjötta landið sem heimsótt var auk þess sem heimsóknir til Eritrea refugees register to stay at the UN house in Juba South Sudan. UN PhotoÞýskalands og Bandaríkjanna hafa siglt í kjölfarið.

Í munnlegu skýrslunni til mannréttindaráðsins, sem byggði á viðtölum við 500 manns, komst rannsóknarnefndin að þeirri niðurstöðu að það væru „mjög skýrt mynstur“ mannréttindabrota í landinu. 

Umfangsmikil mannréttindabrot

Í skýrslunni segir að svokallað „hvorki stríð, né friður“-ástand allt frá því á dögum sjálfstæðisstríðsins gegn Eþíópíu 1991, skipti sköpum. Erítrea er orðið „ríki þar sem fangelsun er hversdagslegur viðburður“, stjórnarskráin hefur aldrei tekið gildi og þingið starfar ekki. „Réttarríki þrífst ekki í landinu og enginn sætir ábyrgð fyrir að brjóta réttindi hópa og einstaklinga.“

Ríkisstjórnin skerðir flestar tegundir frelsis, hvort heldur sem er ferða- eða tjáningarfrelsi; trúar- eða fundafrelsi. Ríkið beitir fyrir sig her njósnara og í raun hefur allt samfélagið verið hervætt enda er herþjónusta almenn og ótímabundin.

Eritrea market in Cheren Flickr Andrea Moroni CC BY NC ND 2.0„Þarf það að koma á óvart að við slíkar aðstæður, yfirgefa hundruð Erítreumanna landið á hverjum degi? Þeir leggja líf sitt í hættu við að komast yfir landamæri, hvort heldur sem er sjóleiðina eða yfir eyðimörkina,“ sagði Smith þegar hann kynnti áfangaskýrsluna í Genf.

Erítreumenn eru nú næst stærsti hópur á eftir Sýrlendingum sem reyna að komast sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið oft á smáskekktum, en það er hættuför sem kostað hefur þúsundir lífið. Tugir þúsunda hafast einnig við í nágrannaríkjunum. Fjöldi hælisleitenda frá Erítreu í Evrópuríkjum fjórfaldaðist árið 2014 og var 40 þúsund í árslok en auk þess jókst fjöldi flóttamanna frá Erítreu í Eþiópíu og Súdan umtalsvert. 

Deilur í Danmörku

Fjöldi erítrerskra hælistleitenda í Danmörku jókst úr sjö í janúar 2014 í 2200 í árslok.

Þetta varð til þess að dönsk stjórnvöld hófu rannsókn um mitt árið. Í skýrslu sem birt var í nóvember var komist að þeirri niðurstöðu að hægt væri að senda þá Eritreumenn sem hefðu óskað eftir hæli til að losna undan herþjónustu, heim, því þeir ættu einungis smávægilega refsingu yfir höfði sér. Rekið var upp ramakvein því þetta braut í bága við niðurstöður, til dæmis Sérstaks erindreka sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í Erítreu. Baráttumenn bentu einnig á að starf rannsóknarnefndarinnar um mannréttindi í Erítreu stæði yfir en væri ólokið.

Í viðtali við Norræna fréttabréfið hvatti formaður nefndarinnar, Mike Smith, hlutaðeigandi ríki að „bíða lokaskýrslu nefndarinnar“ áður en þau kvæðu upp úrskurði ástandið í Erítreu og „breyttu stefnumörkun sinni“.

Afleiðingar sem blasa við þeim sem sendir eru heim

Smith var spurður hvaða afleiðingar það hefði fyrir þá sem flúið hefðu Erítreu til að komast undan herþjónustu, ef þeir væru sendir aftur til heimalandsins.

Smith benti fyrst á að ekki væri hægt að útskýra fjöldaflótta fólks frá Erítreu með leit að betri félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Hann sagðiEritrea IOM provides transport assistance for Eritrean refugees registered at Ethiopia að rannsókn nefndarinnar og Sérstaka erindrekans um mannréttindi í Erítreu undanfarin tvö ár, bendi til þess að mannréttindabrot ættu sér stað um allt, og ekki aðeins í eða í tengslum við herþjónustu.

„Ótímabundna herþjónustan er hins vegar gróðrastía margs konar svívirðilegra brota og skiljanlega reyna margir allt til þess að komast hjá eða flýja hana. Eins og staðan er nú eru lög um herþjónustu ekki í samræmi við alþjóðalög því þau eru í andstöðu við skuldbindingar Erítreu, til dæmis um ferðafrelsi, rétt til eigna og réttinn til vinnu.

Eftir þeim upplýsingum sem við höfum aflað virðast þeir Erítreumann sem eru neyddir til að snúa aftur til heimalands síns, eiga á hættu geðþáttahandtöku, frelsissviptinu og/eða sæta illri meðferð.“

Myndir: 1.) Yfirgefinn skriðdreki í Erítreu. Flickr/Andrea Moroni.  2.) Nefndarmennirnir þrír, Mike Smith frá Ástralíu, Sheila B. Keetharuth frá Máritius og Victor Dankwa frá Gana. Mynd: SÞ. 3.) Flóttamenn frá Erítreu skrásettir. Mynd: SÞ. 4.) Markaður í Cheren . Flickr/Andrea Moroni. 5.) IOM undirbýr flutning skráðra flóttamanna. Mynd: SÞ.