Masaai-fólkið í Loliondo rekið af landi sínu

0
453
Masaai overlooking land perhaps main pic

Masaai overlooking land perhaps main pic
Apríl 201. Þrátt fyrir fyrri loforð Kikwete, Tansaníuforseta, hafa stjórnvöld hafist handa á ný við að reka frumbyggja af kyni Masaai af löndum sínum í Loliondo.

Aðgerðirnar hófust í síðasta mánuði og hafa 114 býli verið brennd til grunna. 3 þúsund manns hafa misst heimili sín og hafast við undir berum himni án matar, lyfja og verndar. 

Masaai boys rituals1500 ferkílómetra svæði í Loliondo er hluti af byggð Masaai fólksins en stjórn Tansaníu hefur selt það Ortello Business Corporation (OBC) sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrirtækið ætlar að selja rándýrar safari- og veiðiferðir. Á sjötta áratugnum flutti breska nýlendustjórnin Masaai fólkið til Loliondo þegar heimabyggð þeirra í Serengeti var lýst þjóðgarður. Landinu var skipt á milli þorpa þegar Tansanía varð sjálfstæð og Masaai fólkinu voru gefin lagaleg og hefðbundin yfirráð yfir landinu. 

Félag Sameinuðu þjóðanna í Finnlandi hefur stutt landaréttindi Masaai-fólksins í samvinnu við Sama-ráðið finnska og önnur norræn ríki.

„Við höfum átt samstarf við Samaráðið síðan 2009. Fyrst unnum við að athugunum frumbyggja á loftslagsbreytingum og því næst tókum við upp á okkar arma önnur brýn mál að þeirra mati, svo sem landnýtingu og eignarhald á landi og þýðingu þess fyrir menningu auk nýtir náttúruauðlind,“ segir Jenni Kauppila hjá finnska félagi SÞ í viðtali við Norræna fréttabréfið.

Lífsviðurværi 80 þúsunda í hættu

OBC- fyrirtækið hefur starfað í Loliondo síðan 1992 og hefur lagt einkaflugvöll og reist veiðihús á landinu.  Á meðal gesta hafa verið Masaai homesteadkonungsfjölskyldur Dubai og Abu Dhabi. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið gripið til ýmissa ráða til þess að hindra Masaai fólkið frá því að komast að landi sínu með því að takmarka nauðsynlegan aðgang að beitarlandi og vatnsbólum. Fjöldabrottrekstur hófst 2009 og voru þá 3 þúsund manns sviptir heimilum sínum. Að sögn sjónarvotta voru þar á ferðinni tansanískar sveitir með aðstoð öryggissveita á snærum OBC. Jakaya Kikwete, forseti Tansaníu, hét því eftir mikla alþljóðlega pressu að hætta brottrekstrinum, en loforð hans hafa reynst orðin tóm því nú er Masaai fólkið enn á ný rekið á brott með ofbeldi. 80 þúsund manns eiga á hættu að missa lífsviðurværi sitt.  

„Á undirbúningsfundi fyrir Heimsþing frumbyggja 2014, kynntumst við samvinnu norskra Sama og Masaai fólksins frá Loliondo og buðum fulltrúum þeirra á vinnufundi sem við héldum í September 2013 í Zanzibar,” segir Kauppila. “Á vinnufundunum kynntum við þátttakendur hugmynd um myndbandagerð að fordæmi Masaai samfélaga í Kenía sem fjölluðu um loftslagsbreytingar.”

Masaai vinna myndbönd frá grunni

Masaai microphoneÍ kjölfarið voru fjórar stuttmyndir gerðar, hannaðar frá grunni og teknar upp af Masaai-fólki. „Málefnið og aðferðirnar féllu í kramið þannig að við ákváðum að halda áfram á sömu braut og gera fleiri myndbönd þar sem Maasai unnu frá grunni myndbönd útfrá sínum eigin hugmyndum,“ segir Kauppila. „Vinnufundir voru haldnir í Loliondo í júní 2014 og var afraksturinn myndbönd um réttindi kvenna og loftslagsbreytingar og svipmynd af helgisiðum. Við gerðum okkur grein fyrir að erjurnar um landið skiptu miklu máli og efndum til enn eins vinnufundar í febrúar 2015 og var afraksturinn myndbandið ‘Olosho’.”

„Við, Maasai-ar frá Loliondo vorum rekin á brott frá löndum okkar í því sem nú Serengeti þjóðgarðurinn. Frá þeim tíma höfum við barist fyrir réttindum okkar. Okkar land er grundvöllur alls. Forfeður okkar bjuggu þar og þar eru þeir grafnir. Landið er allt semvið eigum, þar er byggð okkar, skólar og vatnsból,“ segir einn Maasai-anna í myndbandinu.

Masaai-ættbálkurinn eru að mestu leyti hirðingjar . Allt snýst um nautgripahjörðina sem er aðaluppspretta fæðu og mælikvarði auðs. Landið í Masaai boy with cattle resizedLoliondo er þýðingarmikið fyrir lífshætti Masaai-anna. „Í okkar menningu eru þrír hlutir óaðskiljanlegir: land, dýr og fólk,“ segir annar maður í myndbandinu. „Lífshættir okkar byggja á landinu. Dýrin eru ekki aðeins uppspretta fæðu. Það eru sterk tengls á milli dýranna og menningar okkar.“

Loftslagsbreytingar eru ógn

Loftslagsbreytingar hafa lagt auknar byrðar á íbúana sem gera deilurnar um landið enn milkilvægari. „Það er satt sem fólk segir um loftslagsbreytingar. Þessi á var mjög falleg. Vatnið dugði fram í september en núna er það horfið í júní. Í ár var lítil úrkoma þannig að vatnsborðið var enn lægra. Áin var uppspretta lífs okkar. En nú er hún þurr. Heimurinn hefur breyst mikið,“ segir í myndbandinu.

Myndirnar eru af Masaii-fólkinu sem um ræðir í greininni og teknar af starfsfólki Félags Sameinuðu þjóðanna í Finnlandi.