Taugasjúkdómar herja á næstum milljarð manna, segir ný skýrsla WHO

0
565

28. febrúar 2007. Ný skýrsla sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kynnti í dag í Brussel og Genf sýnir að taugasjúkdómar, allt frá flogaveiki til Alzheimers,herja á allt að einn milljarð jarðarbúa. Meðal slíkra sjúkdóma má einnig nefna heilaskemmdir, MS sjúkdóminn og Parkinson-veiki.

 

Í skýrslunni kemur fram að 50 milljónir manna þjást af flogaveiki og 24 milljónir af völdum Alzheimers og öðrum elliglapasjúkdómum. Um það bil 6.8 milljónir manna látast á hverju ári af völdum taugasjúkdóma. Kostnaður af völdum sjúkdóma nam 139 milljörðum Evra í Evrópu einni árið 2004.

 

Sjá nánar: http://www.unric.org/English_Section/Latest_News/NEUROLOGICAL_DISORDERS_AFFECT_MILLIONS_OF_PEOPLE_WORLDWIDE%2C_NEW_WHO_REPORT_SHOWS%0D%0A.html

Sjá skýrsluna í heild: http://www.who.int/mental_health/en/.