Þekking heimamanna mikilvæg

0
440
green

green

13.október 2015. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir mikilvægt að færa sér í þekkingu frumbyggja  á norðurslóðum til að skilja áhrif loftslagsbreytinga.

BanSvalbardBan tekur íbúa við norður-heimskautið sem dæmi í ávarpi á alþjóðlegum degi til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara, sem er í dag 13.október.

„Á norðurslóðum erum við mjög háð staðþekkingu frumbyggja til að skilja áhrif loftslagsbreytinga því það sem gerist á Norður-heimskautinu, hefur víðtæk áhrif annars staðar. Þær áskoranir sem íbúarnir glíma við til að afla sér hefðbundinnar fæðu, eru skýrt dæmi um það sem mannkynið allt glímir við, ekki aðeins fólkið sem býr við heimskautið.”