Þriðjungur Finna hlóð niður rakningarforriti

0
587
COVID-19 Rakningar forrit Finnland

Rúmlega tvær milljónir Finna hlóðu niður COVID-19 rakningar-forriti á snjallsíma sína á innan við einni viku. Íbúafjöldi Finnlands er rétt rúmlega 5.5 milljónir þannig að þetta er hátt í þriðjungur íbúanna. 

Koronavilkku, er snjallforrit sem finnska heilsu- og velferðararstofnunin  (THL) ýtti úr vör 31.ágúst á App Store og Google Play.

Snjallforritið er nokkuð víðtækara en sambærilegt rakningarforrit Landlæknisembættisins hérlendis. Það gerir notanda kleift að sjá hvort hann hafi verið nærri sýktum einstaklingum og geti gripið til viðeigandi ráðstafana. Von aðstandenda er sú að með þessu verði hægt að takast á við seinni bylgju COVID-19 smita í Finnlandi.

Hverjir hafa verið innan tveggja metra?

Rakningar forrit COVID-19

„Snjallforritið kemur sérstaklega að góðum notum ef einhver hefur verið í mikili nánd við ókunnuga. Sem dæmi má nefna í almenningssamgöngum eða þjálfun,“ segir Aleksi Yrittiaho, talsmaður stofnunarinnar.

Koronavilkku-forritið safnar saman upplýsingum um notendur og hægt að sjá hverjir hafa verið með minna en tveggja metra bil á millli sín í að minnsta kosti fimmtán mínútur. Slíkt eru kjöraðstæður fyrir smit.

Með Koronavilkku-forritinu er hægt að rekja ferðir þeirra sem hafa verið útsettir fyrir veirunni, jafnvel þótt þeir ekki smitaða- á skjótari og heildstæðari hátt. Forritið lætur notendur vita um að þeir hafi hugsanlega verið í smithættu og gefur þeim leiðbeiningar.

Forritið er til á finnsku og sænsku og verið er að þróa enska útgáfu.

Forritið eða „appið” virkar þannig að í hvert skipti sem notanda er greindur með COVID-19 smit er honum sent lyklinúmer frá heilsugæslustöð. Eftir hann hefur slegið það inn er öðrum notandum  sem viðkomandi hefur verið í smitfjarlægð við, tilkynnt um það og gefin viðeigandi ráð um viðbrögð.

Persónuverndar – vottun

Heilbrigðisstofnunin fullyrðir í fréttatilkynningu að þetta sé engin hætta við einkalíf notanda. „Forritð virkar þannig að auðkenni notenda er breytt og séð til þess að notandi verði ekki nafngreindur. Ekki er heldur hægt að sjá hver það er sem er sýktur.“

COVID-19 rakningarforrit
Skjáskot af COVID-1 rakningarforriti

Koronavilkku geymir þannig ekki nafn, fæðingardag eða aðrar persónuupplýsingar.

Appið hefur fengið vottun frá öryggismiðstöð netsins í Finnlandi. Að sögn heilbrigðisyfirvalda var engum andmælum hreyft við persónuvernd notanda. Talið er að það nægi að tíundi hver Finni hlaði niður forritinu og hafi það í gangi til þess að verulegur árangur náist.

Notandi getur líka látið aðra vita um að tilteknir einstaklingar séu sýktir  án þess að láta nafn sitt koma fram.

Ekki heppnast alls staðar

Misvel hefur tekist til með að fá almenning til að hlaða niður og nota rakningar-forrit af þessu tagi. Góður árangur náðist á Íslandi, þar sem 40% þjóðarinnar var kominn með appið innan skamms. Sem dæmi má hins vegar nefna að bæði í Noregi og í Frakklandi ollu rakningar-forrit hörðum deilum og hafa þau komið að litlum notum.

Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunanarinnar hefur hvatt ríki til að beita rakningu ásamt nokkrum öðrum aðgerðum í baráttunni við faraldurinn.

„Ríki sem halda áfram að finna og greina tilfelli og rekja samskipti hinni sýktu við aðra eru ekki aðeins að vernda þegna sína heldur hefur þetta áhrif á þróunina í öðrum ríkjum og á heimsvísu“.

Heimildir: Yle News, THL, WHO.