Þriðjungur Íraka býr við fátækt

0
530

17. febrúar  2007 – Þriðjungur írösku þjóðarinnar býr við fátækt og 5% býr við örbirgð samkvæmt rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar studdu. Írakar nutu meðaltekna á heimsvísu á áttunda og níunda áratugnum.

Írösk tölfræðistofnun gerði rannsóknina með stuðningi Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Rannsóknin sýnir að þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir lifir stór hluti Íraka undir margs konar alþjóðlegum fátæktar viðmiðunarmörkum.
UNDP segir að markaðsvæðing írasks efnahagslífs ,með því að fella niður niðurgreiðslur og leysa upp ríkisstofnanir, hafi aukið á fátæk.
Skortur er mismikill eftir landshlutum, mestur í suðri, því næst miðhlutanum en minnstur í norðri. Þrisvar sinnum meiri skortur er í dreifbýli en í þéttbýli og best er ástandið í Bagdad.
“Þessi rannsókn er mikilvæg viðbót í stefnumótun og þróunarstarfi”, sagði Paolo Lembo, forstjóri UNDP í Írak.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21607&Cr=Iraq&Cr1=