Tilraunum með kjarnavopn verði endanlega hætt

0
579

Semiapalatinsk

 

29. ágúst 2012. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til að tilraunum með kjarnorkuvopn verði hætt í eitt skipti fyrir öll. Í ávarpi sínu á Alþjóðlegum degi gegn tilraunum með kjarnorkuvopn, hvetur Ban öll þau ríki sem ekki hafa nú þegar undirritað og staðfest Alþjóðlegan sáttmála um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, til að gera það án tafar.

 “Á meðan sáttmálinn hefur ekki tekið gildi, hvet ég öll ríki til að virða tímabundna stöðvun á tilraunum. Hins vegar kemur slíkt ekki í staðinn fyrir algjört bann,” segir Ban.

Allsherjarþingið valdi 29 ágúst sem Alþjóðlegan dag gegn tilraunum með kjarnorkuvopn. Þennan dag árið 1991 var einu stærsta tilraunasvæði heims með kjarnorkuvopn, Semipalatinsk, lokað endanlega.

Mynd: Ban Ki-moon heimsækir Semiapalatinsk í Kasakstan en þar voru kjarnorkuvopn sprengd í tilraunaskyni á tímum Sovétríkjanna. SÞ/mynd: Eskender Debebe.